Saga úr kirkjugarði María Bjarnadóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Af hverju kaus fólkið sér svona forseta?“ spurði hann og horfði yfir grafreit bandarískra hermanna sem féllu í D-dagsinnrásinni í Frakkland. Þó að ég hefði helst viljað svara: „Mamma er ekki sagnfræðingur, kíktu á Wikipedia,“ þá reyndi ég eitthvað að útskýra afleiðingar breyttrar heimsmyndar Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og hvað það sé mikilvægt að fólki finnist það skipta máli og sé ekki skilið útundan í lífinu. „Hvers vegna voru þau svona hræðilega vond við gyðingana bara af því að einhver sagði þeim að vera það?“ Í alvöru, er eitthvað flóknara en að vera foreldri? Mig langaði helst að segja: „Þú skilur það þegar þú verður stór,“ en sagði eitthvað um að þegar fólk er hrætt og líður illa þá er það oft móttækilegt fyrir einföldum lausnum og að allt slæmt sé öðrum að kenna. Það væri mjög erfitt að gera öðruvísi en allir hinir og að á þessum tíma hafi það beinlínis verið hættulegt. Svo stoppaði hann við legstein sem var eins og Davíðsstjarnan, ein stjarna umkringd þúsundum krossa. Og ég horfði á hann, litla drenginn minn, og hugsaði til allra foreldranna sem hafa horft á eftir börnunum sínum ofan í grafir; undir bandaríska fánanum í hermannagrafir, votar grafir á flótta undan stríðinu í Sýrlandi og í ómerktar grafir í útrýmingarbúðum. Lokaði augunum og þakkaði fyrir frelsið og friðinn og tækifærin sem fylgja ríkisfanginu okkar. Óskaði þess að fleiri gætu notið sömu gæfu. Þetta rifjaðist upp þegar ég frétti af forsetakjöri í útlöndum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Af hverju kaus fólkið sér svona forseta?“ spurði hann og horfði yfir grafreit bandarískra hermanna sem féllu í D-dagsinnrásinni í Frakkland. Þó að ég hefði helst viljað svara: „Mamma er ekki sagnfræðingur, kíktu á Wikipedia,“ þá reyndi ég eitthvað að útskýra afleiðingar breyttrar heimsmyndar Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og hvað það sé mikilvægt að fólki finnist það skipta máli og sé ekki skilið útundan í lífinu. „Hvers vegna voru þau svona hræðilega vond við gyðingana bara af því að einhver sagði þeim að vera það?“ Í alvöru, er eitthvað flóknara en að vera foreldri? Mig langaði helst að segja: „Þú skilur það þegar þú verður stór,“ en sagði eitthvað um að þegar fólk er hrætt og líður illa þá er það oft móttækilegt fyrir einföldum lausnum og að allt slæmt sé öðrum að kenna. Það væri mjög erfitt að gera öðruvísi en allir hinir og að á þessum tíma hafi það beinlínis verið hættulegt. Svo stoppaði hann við legstein sem var eins og Davíðsstjarnan, ein stjarna umkringd þúsundum krossa. Og ég horfði á hann, litla drenginn minn, og hugsaði til allra foreldranna sem hafa horft á eftir börnunum sínum ofan í grafir; undir bandaríska fánanum í hermannagrafir, votar grafir á flótta undan stríðinu í Sýrlandi og í ómerktar grafir í útrýmingarbúðum. Lokaði augunum og þakkaði fyrir frelsið og friðinn og tækifærin sem fylgja ríkisfanginu okkar. Óskaði þess að fleiri gætu notið sömu gæfu. Þetta rifjaðist upp þegar ég frétti af forsetakjöri í útlöndum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun