Handbolti

Vignir tryggði Valsmönnum sigur á FH | Grótta vann Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn fögnuðu sigri í kvöld.
Valsmenn fögnuðu sigri í kvöld. Vísir/Ernir
Vignir Stefánsson og Hlynur Morthens voru hetjur Valsmanna í dramatískum eins marks sigri á FH, 30-29, í tíundu umferð Olís-deildar karla.

Vignir Stefánsson skoraði sigurmarkið í leiknum og Hlynur varði síðan lokaskot FH-ingar.

Vignir skoraði úrslitamark leiksins eftir að hafa leyst úr vinstra horninu inn á línu og fengið flotta sendingu frá Antoni Rúnarssyni.

Hlynur varði langskot frá Einari Rafni Eiðssyni skömmu fyrir leikslok og tryggðu Hlíðarendaliðinu bæði stigin.

Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14, og voru þremur mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiksins.

FH-ingar komu sér aftur inn í leikinn og náði eins marks forystu á lokasprettinum. Valsmenn skoruðu hinsvegar síðustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér sigur.

Finnur Ingi Stefánsson fór á kostum í eins marks sigri Gróttu á Fram, 30-29. Finnur Ingi skoraði tólf mörk í leiknum og með sigirnum hoppuðu Seltyrningar upp í sjötta sæti deildarinnar.



Valur - FH 30-29 (16-14)

Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 7, Josip Juric Gric 6, Anton Rúnarsson 5, Ýmir Örn Gíslason 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Vignir Stefánsson 3, Atli Karl Bachmann 1, Atli Már Báruson 1.

Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Jóhann Birgir Ingvarsson 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Ísak Rafnsson 1.



Fram - Grótta 29-30 (14-14)

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Andri Þór Helgason 6, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Sigurður Örn Þorsteinsson 4, Valdimar Sigurðsson 3, Bjartur Guðmundsson 3, Arnar Birkir Hálfdánarson 2, Elías Bóasson    1

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 12, Júlíus Þórir Stefánsson 6, Aron Dagur Pálsson 4, Elvar Friðriksson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Þórir Bjarni Traustason 2, Árni Benedikt Árnason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×