Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Mosfellsbænum skrifar 13. nóvember 2016 17:45 Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn