Rosberg leiðir heimsmeistarakeppnina með 19 stigum þegar tvær keppnir eru eftir. Hann verður heimsmseistari ef hann vinnur á morgun eða nær með öðrum hætti sjö stigum meira en Hamilton í keppninni á morgun. Hamilton er þó staðráðinn í að koma í veg fyrir það. Keppnin verður því afar spennandi á morgun.
Fyrsta lota
Sebastian Vettel á Ferrari missti af upphafi tímatökunnar, bíll hann svar í bútum þegar tímatakan hófst. Bremsuvandamál gerði vart við sig í æfingunni í morgun. Vettel komst þó áfram eftir snör handtök þjónustuliðs Ferrari.
Hamilton var fljótastur í fyrstu umferð tímatökunnar og Rosberg annar.
Þeir ökumenn sem duttu út í fyrstu lotu voru; Sauber- og Manorökumennirnir ásamt Jenson Button á McLaren og Kevin Magnussen á Renault.

Hamilton varð aftur fljótastur og Rosberg aftur annar. Bilið á milli þeirra í annarri lotunni var 0,135 sekúnda.
Í annarri lotu duttu út; Jolyon Palmer á Renault, Williams- og Toro Rosso ökumennirnir ásamt Nico Hulkenberg á Force India.
Heimamaðurinn Felipe Massa komst ekki áfram í lokaumferðina á Williams bílnum í sinni síðustu Formúlu 1 keppni á heimavelli. Gríðarlega svekkjandi fyrir Massa.
Þriðja lota
Ráspóllinn í Brasilíu er ekki sá mikilvægasti en þó hjálpar að vera fremstur. Enda getur sá ökumaður frekar sloppið við bröltið sem getur oft myndast fyrir aftan hann á fyrsta hring í Brasilíu.
Hamilton var fljótari í fyrri tilraun Mercedes ökumanna. Munurinn var 0,162 sekúndur, Hamilton í vil.
Rosberg var 0,102 á eftir Hamilton þegar upp var staðið en báðir bættu sig í síðustu tilrauninni.