Lewis Hamilton vann í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. nóvember 2016 19:11 Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. Hamilton minnkaði þar með forskot Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 12 stig, fyrir lokakeppnina í Abú Dabí. Brautin var mjög blaut og miklar tafir urðu á keppninni sem varði samtals í rúma þrjá klukkutíma. Aðstæður voru afar erfiðar á Interlagos brautinni. Ræsingunni var þess vegna frestað um 10 mínútur. Romain Grosjean hafnaði meira að segja í varnarveggnum á leið sinni á ráslínu. Haas bíllinn varð fyrir talsverðu tjóni og Grosjean gat ekki tekið þátt í keppninni. Atvikið bar með sér að vera einungis Grosjean að kenna. Keppnin var ræst fyrir aftan öryggisbílinn af öryggisástæðum. Bílarnir fóru því rólega af stað og úðuðu upp vatninu af brautinni. Öryggisbíllinn kom svo inn við lok sjöunda hrings og keppnin fór af stað. Rosberg tapaði miklum tíma á Hamilton strax í endurræsingunni. Max Verstappen komst fram úr Kimi Raikkonen strax í endurræsingunni. Magnussen á Renault var svo fyrstur að skipta yfir á milliregndekk. Marcus Ericsson á Sauber missti bílinn út í varnarvegg og öryggisbíllinn kallaður út aftur. Sauber bíllinn stöðvaðist á aðreininni að þjónustusvæðinu. Verstappen og Ricciardo komu inn og tóku milli regndekk undir.Vafi er hvort Ricciardo og Verstappen náðu að taka þjónustuhlé áður en þjónustusvæðinu var lokað vegna staðsetningar Sauber bílsins. Ricciardo fékk refsingu fyrir að fara inn á lokað þjónustusvæði. Öryggisbíllinn kom inn við lok 19. hrings. Raikkonen snarsnérist á ráskaflanum í endurræsingunni og keppnin var stöðvuð í kjölfarið. Ökumenn voru skikkaðir á ofur regndekk fyrir endurræsinguna. Liðin nýttu biðina til að stilla bílunum upp fyrir aðstæður. Liðin voru að klaga hvort annað í stöðvuninni. Keppnin var stöðvuð aftur eftir 8 hringi fyrir aftan öryggisbílinn. Brautin var metin of blaut. Felipe Massa, heimamaðurinn á Williams bílnum hafnaði á varnarvegg og endaði á aðreininni að þjónustusvæðinu. Sorglegt fyrir Massa í sinni síðustu keppni í Brasilíu. Keppnin sigldi svo áfram tíðindalítið til loka þrátt fyrir mikla bleytu og lítið grip. Verstappen var funheitur undir lokin og tók fram úr um það bil einum bíl á hring undir lokin. Hann kann greinilega gríðarlega vel við sig í rigningunni. Hann vann sig upp í þriðja sætið með því að taka fram úr Sergio Perez á 69. hring. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 12. nóvember 2016 16:44 Hamilton fljótastur á báðum föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 11. nóvember 2016 23:30 Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. Hamilton minnkaði þar með forskot Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 12 stig, fyrir lokakeppnina í Abú Dabí. Brautin var mjög blaut og miklar tafir urðu á keppninni sem varði samtals í rúma þrjá klukkutíma. Aðstæður voru afar erfiðar á Interlagos brautinni. Ræsingunni var þess vegna frestað um 10 mínútur. Romain Grosjean hafnaði meira að segja í varnarveggnum á leið sinni á ráslínu. Haas bíllinn varð fyrir talsverðu tjóni og Grosjean gat ekki tekið þátt í keppninni. Atvikið bar með sér að vera einungis Grosjean að kenna. Keppnin var ræst fyrir aftan öryggisbílinn af öryggisástæðum. Bílarnir fóru því rólega af stað og úðuðu upp vatninu af brautinni. Öryggisbíllinn kom svo inn við lok sjöunda hrings og keppnin fór af stað. Rosberg tapaði miklum tíma á Hamilton strax í endurræsingunni. Max Verstappen komst fram úr Kimi Raikkonen strax í endurræsingunni. Magnussen á Renault var svo fyrstur að skipta yfir á milliregndekk. Marcus Ericsson á Sauber missti bílinn út í varnarvegg og öryggisbíllinn kallaður út aftur. Sauber bíllinn stöðvaðist á aðreininni að þjónustusvæðinu. Verstappen og Ricciardo komu inn og tóku milli regndekk undir.Vafi er hvort Ricciardo og Verstappen náðu að taka þjónustuhlé áður en þjónustusvæðinu var lokað vegna staðsetningar Sauber bílsins. Ricciardo fékk refsingu fyrir að fara inn á lokað þjónustusvæði. Öryggisbíllinn kom inn við lok 19. hrings. Raikkonen snarsnérist á ráskaflanum í endurræsingunni og keppnin var stöðvuð í kjölfarið. Ökumenn voru skikkaðir á ofur regndekk fyrir endurræsinguna. Liðin nýttu biðina til að stilla bílunum upp fyrir aðstæður. Liðin voru að klaga hvort annað í stöðvuninni. Keppnin var stöðvuð aftur eftir 8 hringi fyrir aftan öryggisbílinn. Brautin var metin of blaut. Felipe Massa, heimamaðurinn á Williams bílnum hafnaði á varnarvegg og endaði á aðreininni að þjónustusvæðinu. Sorglegt fyrir Massa í sinni síðustu keppni í Brasilíu. Keppnin sigldi svo áfram tíðindalítið til loka þrátt fyrir mikla bleytu og lítið grip. Verstappen var funheitur undir lokin og tók fram úr um það bil einum bíl á hring undir lokin. Hann kann greinilega gríðarlega vel við sig í rigningunni. Hann vann sig upp í þriðja sætið með því að taka fram úr Sergio Perez á 69. hring.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 12. nóvember 2016 16:44 Hamilton fljótastur á báðum föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 11. nóvember 2016 23:30 Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 12. nóvember 2016 16:44
Hamilton fljótastur á báðum föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 11. nóvember 2016 23:30
Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00