Töluvert af tófu á rjúpnaslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 14. nóvember 2016 09:03 Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sjá tófur þegar gengið er til rjúpna enda er veiðimaðurinn sannarlega að keppa við refinn um bráðina. Veiðimenn hafa haft orð á því að nokkuð sé af tófu á þeim svæðum þar sem mikið er gengið til rjúpna og á kraganum umhverfis höfuðborgarsvæðið hefur sést meira en menn muna eftir. Sem dæmi má nefna að á laugardaginn voru skotnar fimm tófur á svæðinu upp af Þingvöllum og fleiri sáust en komu sér undan. Þetta eru staðfest felld dýr þar sem skyttur hafa mynd og vitni til að staðfesta dýrið. Tvær tófur voru skotnar við Uxahryggi, ein við Kvígindisfell, ein við Ok og sú fimmta neðst við Kaldadal. Þessar sömu skyttur sáu að sama skapi afskaplega lítið ef rjúpu á þessum slóðum og það fréttist ekki af mörgum sem náðust á þessu svæði um helgina. Veðrið var rjúpnaskyttum afskaplega óblítt um helgina og fuglinn sem fannst var að sama skapi afskaplega styggur. Það er ekki auðvelt að koma með skýringu á því af hverju svona margar tófur sáust á svæðinu um helgina en ekki er vitað til þess að talning hafi farið fram á þessu svæði svo það er í raun ómögulegt að segja hvort þetta sé einskær tilviljun eða þá að tófunni sé að fjölga. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Það þarf ekki að koma mikið á óvart að sjá tófur þegar gengið er til rjúpna enda er veiðimaðurinn sannarlega að keppa við refinn um bráðina. Veiðimenn hafa haft orð á því að nokkuð sé af tófu á þeim svæðum þar sem mikið er gengið til rjúpna og á kraganum umhverfis höfuðborgarsvæðið hefur sést meira en menn muna eftir. Sem dæmi má nefna að á laugardaginn voru skotnar fimm tófur á svæðinu upp af Þingvöllum og fleiri sáust en komu sér undan. Þetta eru staðfest felld dýr þar sem skyttur hafa mynd og vitni til að staðfesta dýrið. Tvær tófur voru skotnar við Uxahryggi, ein við Kvígindisfell, ein við Ok og sú fimmta neðst við Kaldadal. Þessar sömu skyttur sáu að sama skapi afskaplega lítið ef rjúpu á þessum slóðum og það fréttist ekki af mörgum sem náðust á þessu svæði um helgina. Veðrið var rjúpnaskyttum afskaplega óblítt um helgina og fuglinn sem fannst var að sama skapi afskaplega styggur. Það er ekki auðvelt að koma með skýringu á því af hverju svona margar tófur sáust á svæðinu um helgina en ekki er vitað til þess að talning hafi farið fram á þessu svæði svo það er í raun ómögulegt að segja hvort þetta sé einskær tilviljun eða þá að tófunni sé að fjölga.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði