Helvítisgjáin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Trump verður forseti eftir að helmingur Bandaríkjamanna viðurkennir að hafa aldrei fundið sína rödd í kór réttlætisins og hafnar elítustjórnmálum. Hinn helmingurinn fyllist skelfingu yfir hávaðanum í þögninni. Bretar hafna Brexit eftir að helmingur þjóðarinnar viðurkennir ótta sinn. Hinn helmingurinn fær köfnunartilfinningu. Á Íslandi skýtur kjararáð fleyg á milli alþýðu og elítu. Og helmingur landans virðist vilja IKEA-geitina í ljósum logum, hinn vill hana með rauðum borðum. Skýrsla um fátækt í Breiðholti styður enn frekar þá tilfinningu að flekarnir sem halda landinu saman fjarlægist hvor annan óðfluga. Með tilheyrandi nuddi og brestum sem geta eingöngu endað með heilmiklum skjálfta. Og hvað gerir maður í skjálfta? Reynir að bjarga lífi sínu og sinna nánustu. Hleypur í skjól. Kannski skattaskjól. Eða grúfir sig með hausinn ofan í sandinn í einangruðu og bólstruðu skjóli. Breiðir út faðminn og setur mjólk, slátur og fjölskylduna í fangið. Enginn kemst inn og enginn kemst út. Og þegar maður er rétt við það að missa trúna á umburðarlyndi. Á það að ólíkir hópar samfélagsins geti einn daginn sameinast með hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti. Þegar maður sér fram á að til lengri tíma verði alþýða og elíta stríðandi fylkingar með fullkomnu skilningsleysi og vandlætingu. Að lífið verði svart og hvítt. Gott og vont. Já og nei. Akkúrat þá í miðri örvæntingunni mætir forseti Íslands í vinnuna með buff. Nú er hvítt buff með nafni Alzheimer-samtakanna í fjólubláum stöfum mitt vonarljós.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Trump verður forseti eftir að helmingur Bandaríkjamanna viðurkennir að hafa aldrei fundið sína rödd í kór réttlætisins og hafnar elítustjórnmálum. Hinn helmingurinn fyllist skelfingu yfir hávaðanum í þögninni. Bretar hafna Brexit eftir að helmingur þjóðarinnar viðurkennir ótta sinn. Hinn helmingurinn fær köfnunartilfinningu. Á Íslandi skýtur kjararáð fleyg á milli alþýðu og elítu. Og helmingur landans virðist vilja IKEA-geitina í ljósum logum, hinn vill hana með rauðum borðum. Skýrsla um fátækt í Breiðholti styður enn frekar þá tilfinningu að flekarnir sem halda landinu saman fjarlægist hvor annan óðfluga. Með tilheyrandi nuddi og brestum sem geta eingöngu endað með heilmiklum skjálfta. Og hvað gerir maður í skjálfta? Reynir að bjarga lífi sínu og sinna nánustu. Hleypur í skjól. Kannski skattaskjól. Eða grúfir sig með hausinn ofan í sandinn í einangruðu og bólstruðu skjóli. Breiðir út faðminn og setur mjólk, slátur og fjölskylduna í fangið. Enginn kemst inn og enginn kemst út. Og þegar maður er rétt við það að missa trúna á umburðarlyndi. Á það að ólíkir hópar samfélagsins geti einn daginn sameinast með hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti. Þegar maður sér fram á að til lengri tíma verði alþýða og elíta stríðandi fylkingar með fullkomnu skilningsleysi og vandlætingu. Að lífið verði svart og hvítt. Gott og vont. Já og nei. Akkúrat þá í miðri örvæntingunni mætir forseti Íslands í vinnuna með buff. Nú er hvítt buff með nafni Alzheimer-samtakanna í fjólubláum stöfum mitt vonarljós.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun