Afturelding lenti ekki í neinum vandræðum með Framara í kvöld og vann tíu marka sigur, 28-38.
Mosfellingar halda því toppsætinu í deildinni en þeir eiga nú fjögur stig á næstu lið.
FH vann nokkuð öruggan sigur, 26-22, á Gróttu í Kaplakrika í kvöld.
Einar Rafn Eiðsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson allir með sex mörk fyrir FH i kvöld. Finnur Ingi Stefánsson markahæstur hjá Gróttu með sex mörk.
FH í efri hluta deildarinnar en Grótta þeim neðri.
Auðvelt hjá Aftureldingu og FH

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð
Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld.