General Motors tvöfaldar hagnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 12:52 Höfuðstöðvar General Motors í Detroit. Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaður fyrirtækisins á milli ára og nam 2,77 milljörðum dollara, eða 318 milljarðar króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungnum sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimalandinu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagnaði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollar á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% framúr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða niðurstaða til með að hækka hlutabréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skilað hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórðung og nam hann 78 milljörðum króna, en mikill kostnaður við innkallanir höfðu neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaður fyrirtækisins á milli ára og nam 2,77 milljörðum dollara, eða 318 milljarðar króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungnum sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimalandinu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagnaði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollar á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% framúr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða niðurstaða til með að hækka hlutabréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skilað hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórðung og nam hann 78 milljörðum króna, en mikill kostnaður við innkallanir höfðu neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent