Milljónasti flugfarþeginn á stystu áætlunarleið í heimi Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 13:06 Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967. Mynd/orkney.com Breska flugfélagið Loganair hélt í dag upp á að milljón flugfarþegar hafi flogið með vélum flugfélagsins á stystu áætlunarleið í heimi. Bankastarfsmaðurinn Anne Rendall tók á móti blómvendi sem milljónasti flugfarþeginn en hún hefur flogið rúmlega 10 þúsund sinnum til að komast milli heimilis sína og vinnu milli eyjanna Westray og Papa Westray á Orkneyjum. Jonathan Hinkles, framkvæmdastjóri Loganair, segir flugleiðina sannkallaða perlu í leiðakerfi flugfélagsins og vel þekkta í heimi flugsins. „Þrátt fyrir þessa frægð, þá er flugleiðin nauðsynleg líflína fyrir fólk á Orkneyjum, með því að tengja eyjar með þægilegri flugleið.“Í frétt Sky News segir að kennarar, læknar, lögreglumenn og nemendur nýti sér leiðina á hverjum degi. Flugleiðin tekur vanalega um tvær mínútur en með hagstæðri vindátt má ljúka henni á 47 sekúndum. Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska flugfélagið Loganair hélt í dag upp á að milljón flugfarþegar hafi flogið með vélum flugfélagsins á stystu áætlunarleið í heimi. Bankastarfsmaðurinn Anne Rendall tók á móti blómvendi sem milljónasti flugfarþeginn en hún hefur flogið rúmlega 10 þúsund sinnum til að komast milli heimilis sína og vinnu milli eyjanna Westray og Papa Westray á Orkneyjum. Jonathan Hinkles, framkvæmdastjóri Loganair, segir flugleiðina sannkallaða perlu í leiðakerfi flugfélagsins og vel þekkta í heimi flugsins. „Þrátt fyrir þessa frægð, þá er flugleiðin nauðsynleg líflína fyrir fólk á Orkneyjum, með því að tengja eyjar með þægilegri flugleið.“Í frétt Sky News segir að kennarar, læknar, lögreglumenn og nemendur nýti sér leiðina á hverjum degi. Flugleiðin tekur vanalega um tvær mínútur en með hagstæðri vindátt má ljúka henni á 47 sekúndum. Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira