Í bílnum er gríðarlega mikill búnaður sem gagnast til björgunarstarfa og hluta hans má draga fram á skúffum úr koltrefjum sem renna á brautum á palli bílsins. Þar má meðal annars finna súrefniskúta, björgunarvesti, endurlífgunarbúnað og exi. Bílnum fylgir DJI Phantom dróni af vönduðustu gerð og er honum ætlað að sjá yfir björgunarsvæði og auðvelda að finna fólk og bjarga því.
Tvær mjög stórar rafhlöður eru á palli bílsins og eiga þær að sjá ýmsum rafdrifnum björgunarbúnaði fyrir orku, meðal annars klippitöngum, tjökkum, ljósum og hitablásurum. Þak björgunarbílsins er 13,6 cm hærra en í hefðbundnum Navarra. Bíllinn er búinn gríðarsterkum kösturum sem lýsa má allan hringinn kringum bílinn.
