Renault-Nissan aðalsamstarfsaðili SÞ Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 09:18 Nissan e-NV200 tekur 7 manns í sæti. Renault-Nissan verður aðalsamstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna í samgöngumálum við framkvæmd loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í Marokkó dagana 7. til 18. nóvember. Hana sækja um 25 þúsund gestir frá 195 löndum og verða 50 Renault ZOE, Nissan LEAF og 7 sæta Nissan e-NV200 á þönum allan sólarhringinn við fólksflutninga til og frá fundarstaðnum í Marrakech, þar sem ráðstefnan fer fram. Auk bílanna mun Renault-Nissan setja upp tuttugu hraðhleðslustöðvar í borginni sem hlaðið geta geyma rafbílanna í 80% á innan við klukkustund.Stæsti rafbílaframleiðandi heims Renault-Nissan er sá bílaframleiðandi sem kominn er lengst í þróun mengunarlausra bíla fyrir almennan markað og hefur selt yfir 360 þúsund rafbíla í flestum löndum heims. Vinsælasti bíllinn á heimsvísu er Nissan Leaf á meðan Renault Zoe er vinsælastur í Evrópu. Um það bil helmingur allra rafbíla sem nú eru í umferðinni í heiminum er frá Renault-Nissan. Auk Leaf og Zoe má nefna tveggja sæta borgarbílinn Renault Twizy og skutluna Nissan e-NV200 sem tekur allt að 7 manns í sæti. Stjórnvöld í Marakkó hafa markað sér stefnu í loftslagsmálum þar sem m.a. er á stefnuskránni að stórauka áherslu á aukinn hlut mengunarlausra farartækja. Renault Group er einn helsti bílaframleiðandinn í Marokkó sem býður úrval rafmagnsbíla á markaðnum og nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki þar í landi ákveðið að innleiða rafmagnsbíla í flota sinn í stað bíla með hefðbundnum aflgjafa. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Renault-Nissan verður aðalsamstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna í samgöngumálum við framkvæmd loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í Marokkó dagana 7. til 18. nóvember. Hana sækja um 25 þúsund gestir frá 195 löndum og verða 50 Renault ZOE, Nissan LEAF og 7 sæta Nissan e-NV200 á þönum allan sólarhringinn við fólksflutninga til og frá fundarstaðnum í Marrakech, þar sem ráðstefnan fer fram. Auk bílanna mun Renault-Nissan setja upp tuttugu hraðhleðslustöðvar í borginni sem hlaðið geta geyma rafbílanna í 80% á innan við klukkustund.Stæsti rafbílaframleiðandi heims Renault-Nissan er sá bílaframleiðandi sem kominn er lengst í þróun mengunarlausra bíla fyrir almennan markað og hefur selt yfir 360 þúsund rafbíla í flestum löndum heims. Vinsælasti bíllinn á heimsvísu er Nissan Leaf á meðan Renault Zoe er vinsælastur í Evrópu. Um það bil helmingur allra rafbíla sem nú eru í umferðinni í heiminum er frá Renault-Nissan. Auk Leaf og Zoe má nefna tveggja sæta borgarbílinn Renault Twizy og skutluna Nissan e-NV200 sem tekur allt að 7 manns í sæti. Stjórnvöld í Marakkó hafa markað sér stefnu í loftslagsmálum þar sem m.a. er á stefnuskránni að stórauka áherslu á aukinn hlut mengunarlausra farartækja. Renault Group er einn helsti bílaframleiðandinn í Marokkó sem býður úrval rafmagnsbíla á markaðnum og nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki þar í landi ákveðið að innleiða rafmagnsbíla í flota sinn í stað bíla með hefðbundnum aflgjafa.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent