Stærsta pöntun á Rolls Royce bílum afgreidd Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 10:33 Rolls Royce Phantom bílarnir sem brátt aka forríku fólki The 13 Hótelsins í Macau. Nú hefur stærsta pöntun sem bresku Rolls Royce verksmiðjurnar hafa fengið frá upphafi verið afgreidd. Fyrir um tveimur árum pantaði Stephen Hung 30 bíla af gerðinni Rolls Royce Phantom í Extended Wheelbase útfærslu til afnota fyrir gesti hótels síns, The 13 Hotel í Macau. Allir þessir bílar hafa nú verið afhentir og eru þeir allir í sama litnum, þ.e. rauðir. Þessir bílar kostuðu samtals 20 milljónir dollara, eða 2,3 milljarða króna. Þessi pöntun sló út 14 bíla pöntun sem Rolls Royce fékk árið 2006, en þar var einnig um að ræða bíla sem nota skildi fyrir gesti hótels í Asíu, í því tilviki fyrir Peninsula hótelið í Hong Kong. Tveir af þessum 30 bílum sem afgreiddir voru fyrir hótelið í Macau eru skreyttir gulli hér og þar á bílunum og demantar eru að auki í Rolls Royce merki þeirra. Þessir tveir bílar eru dýrustu Rolls Royce Phantom bílar sem framleiddir hafa verið. The 13 Hotel í Macau hefur ekki enn verið opnað, en það mun gerast snemma á næsta ári og ekki kemur á óvart að hótelið er ætlað ofurríku fólki og kostar dýrasta gisting þar 130.000 dollara nóttin, eða um 15 milljónir króna. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Nú hefur stærsta pöntun sem bresku Rolls Royce verksmiðjurnar hafa fengið frá upphafi verið afgreidd. Fyrir um tveimur árum pantaði Stephen Hung 30 bíla af gerðinni Rolls Royce Phantom í Extended Wheelbase útfærslu til afnota fyrir gesti hótels síns, The 13 Hotel í Macau. Allir þessir bílar hafa nú verið afhentir og eru þeir allir í sama litnum, þ.e. rauðir. Þessir bílar kostuðu samtals 20 milljónir dollara, eða 2,3 milljarða króna. Þessi pöntun sló út 14 bíla pöntun sem Rolls Royce fékk árið 2006, en þar var einnig um að ræða bíla sem nota skildi fyrir gesti hótels í Asíu, í því tilviki fyrir Peninsula hótelið í Hong Kong. Tveir af þessum 30 bílum sem afgreiddir voru fyrir hótelið í Macau eru skreyttir gulli hér og þar á bílunum og demantar eru að auki í Rolls Royce merki þeirra. Þessir tveir bílar eru dýrustu Rolls Royce Phantom bílar sem framleiddir hafa verið. The 13 Hotel í Macau hefur ekki enn verið opnað, en það mun gerast snemma á næsta ári og ekki kemur á óvart að hótelið er ætlað ofurríku fólki og kostar dýrasta gisting þar 130.000 dollara nóttin, eða um 15 milljónir króna.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent