Kia næst mest selda bílamerkið á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 09:15 Kia Niro. Bílaumboðið Askja hefur selt 1.500 nýja Kia bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins. Aldrei hafa selst svo margir Kia bílar á einu ári og enn eru tveir mánuðir eftir af árinu. Kia er næst mest selda bílamerkið á Íslandi á árinu en Toyota er í efsta sætinu. Hlutdeild Kia bíla í sölu í október sl. var 12% og er 8,9% miðað við fyrstu 10 mánuði ársins. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma að mínu mati ekki svo mikið á óvart þar sem við höfum fundið fyrir mjög miklum meðbyr gagnvart Kia bílunum. Þetta er stærsta ár Kia á Íslandi frá upphafi. Á sama tímabili í fyrra höfðu selst 1.166 nýir Kia bílar og heildarsalan hjá Kia var 1.360 bílar á árinu 2015. Sala til einstaklinga og fyrirtækja er uppistaðan í aukningunni nú í ár. Það er hlutfallslega mun minni aukning hja okkur í sölu til bílaleiga," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia bíla hjá Öskju. ,,Kia hefur verið að styrkjast jafnt og þétt á síðustu árum með nýjum og endurhönnuðum bílum og salan endurspeglar það. Nú í ár höfum við verið með tvo sérlega spennandi nýja sportjeppa, Kia Sportage og Kia Niro. Þeir hafa verið mjög vinsælir ásamt fólksbílunum Kia cee'd, Rio og Picanto. Þá spilar 7 ára ábyrgðin sem Kia býður á öllum nýjum bílum sínum stórt hlutverk enda gefur það fólki mikla öryggistilfinningu. Nýr Kia bíll sem keyptur er nú í ár er í ábyrgð til 2023," segir Þorgeir ennfremur. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Bílaumboðið Askja hefur selt 1.500 nýja Kia bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins. Aldrei hafa selst svo margir Kia bílar á einu ári og enn eru tveir mánuðir eftir af árinu. Kia er næst mest selda bílamerkið á Íslandi á árinu en Toyota er í efsta sætinu. Hlutdeild Kia bíla í sölu í október sl. var 12% og er 8,9% miðað við fyrstu 10 mánuði ársins. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma að mínu mati ekki svo mikið á óvart þar sem við höfum fundið fyrir mjög miklum meðbyr gagnvart Kia bílunum. Þetta er stærsta ár Kia á Íslandi frá upphafi. Á sama tímabili í fyrra höfðu selst 1.166 nýir Kia bílar og heildarsalan hjá Kia var 1.360 bílar á árinu 2015. Sala til einstaklinga og fyrirtækja er uppistaðan í aukningunni nú í ár. Það er hlutfallslega mun minni aukning hja okkur í sölu til bílaleiga," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia bíla hjá Öskju. ,,Kia hefur verið að styrkjast jafnt og þétt á síðustu árum með nýjum og endurhönnuðum bílum og salan endurspeglar það. Nú í ár höfum við verið með tvo sérlega spennandi nýja sportjeppa, Kia Sportage og Kia Niro. Þeir hafa verið mjög vinsælir ásamt fólksbílunum Kia cee'd, Rio og Picanto. Þá spilar 7 ára ábyrgðin sem Kia býður á öllum nýjum bílum sínum stórt hlutverk enda gefur það fólki mikla öryggistilfinningu. Nýr Kia bíll sem keyptur er nú í ár er í ábyrgð til 2023," segir Þorgeir ennfremur.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent