Salka Valka Óttar Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna. Konunum skipti hann í þolendur (Sigurlínu í Mararbúð, Ástu Sóllilju) og baráttukonur eins og Sölku Völku og Uglu í Atómstöðinni. Er eitthvað til sem heitir þjóðarsál eða þjóðarkarakter? Margar af persónum Halldórs ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar en komast af sakir innri styrkleika og þvermóðsku. Prófessorinn var sérlega hrifinn af Sölku Völku og spruttu fróðlegar umræður um persónuleika hennar. Góðar bókmenntir lifa vegna þess að fólk les þær með nýju hugarfari sem kallar á aðrar túlkanir. Fyrir mér er Halldór Laxness að leika sér að transgenderhugtakinu í lýsingum sínum á Sölku. Hún er með dæmigerðan kynáttunarvanda og nær engum sáttum við eigin líkama eða kynímynd. Á þessum árum (1932) er þetta ástand nánast óþekkt þótt þýskir kynfræðingar hafi lýst því í fræðibókum. Halldór hefur heillast af þessu viðfangsefni og býr til lítinn strák í kvenmannslíkama sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Salka fann sig hvorki í kven- né karlhlutverkinu svo að kannski var hún milli vita eða kynsegin. Sinclair hélt því fram að hún hafi verið ólétt í bókarlokin en ég taldi að hún hefði helst viljað fara í brjóstnám og nafnabreytingu til að nálgast sjálfa sig betur. Salka Valka heldur áfram að vefjast fyrir mönnum eins og forðum á Óseyri við Axarfjörð. Allavega var hún langt á undan sinni samtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna. Konunum skipti hann í þolendur (Sigurlínu í Mararbúð, Ástu Sóllilju) og baráttukonur eins og Sölku Völku og Uglu í Atómstöðinni. Er eitthvað til sem heitir þjóðarsál eða þjóðarkarakter? Margar af persónum Halldórs ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar en komast af sakir innri styrkleika og þvermóðsku. Prófessorinn var sérlega hrifinn af Sölku Völku og spruttu fróðlegar umræður um persónuleika hennar. Góðar bókmenntir lifa vegna þess að fólk les þær með nýju hugarfari sem kallar á aðrar túlkanir. Fyrir mér er Halldór Laxness að leika sér að transgenderhugtakinu í lýsingum sínum á Sölku. Hún er með dæmigerðan kynáttunarvanda og nær engum sáttum við eigin líkama eða kynímynd. Á þessum árum (1932) er þetta ástand nánast óþekkt þótt þýskir kynfræðingar hafi lýst því í fræðibókum. Halldór hefur heillast af þessu viðfangsefni og býr til lítinn strák í kvenmannslíkama sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Salka fann sig hvorki í kven- né karlhlutverkinu svo að kannski var hún milli vita eða kynsegin. Sinclair hélt því fram að hún hafi verið ólétt í bókarlokin en ég taldi að hún hefði helst viljað fara í brjóstnám og nafnabreytingu til að nálgast sjálfa sig betur. Salka Valka heldur áfram að vefjast fyrir mönnum eins og forðum á Óseyri við Axarfjörð. Allavega var hún langt á undan sinni samtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun