Góð rjúpnaveiði um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2016 10:52 Það hafa verið afskaplega góðar fréttir frá rjúpnaskyttum eftir helgina og mjög margir þegar komnir með jólamatinn og hættir að skjóta. Rjúpnaskyttur hafa undanfarin ár farið vel eftir fyrirmælum um að veiða hóflega og þegar samfélagsmiðlarnir eru skoðaðir eftir helgina sést að margar skyttur sem fóru til fjalla um helgina hafa náð jólamatnum og eru hættir að ganga til rjúpna á þessari vertíð. Það er mikill munur á fréttum eftir þessa aðra helgi á rjúpnavertíðinni miðað við í fyrra og almennt eru menn sammála um að mun meira virðist vera af rjúpu heldur en í fyrra. Algeng veiði á mann eftir helgina var 10-20 rjúpur og margir sem sáu meira en hættu þar sem þeir voru komnir með það sem þarf. Það er nokkurn veginn alveg sama hvaðan af landinu fréttirnar koma það virðist heilt yfir hafa gengið vel alls staðar. Besta veðrið var á laugardaginn og á sumum vinsælum svæðum eins og Bröttubrekku, Kaldadal, Uxahryggjum, Lyngdalsheiði, Laugarvatn og Holtavörðuheiði var mikið af mannskap og oft ekki hlaupið að því að finna pláss til að legga bílnum. Þrátt fyrir þessa mannmergð voru menn að týna upp fugla. Þeir sem skutu mest voru þó yfirleitt nokkuð utan alfaraleiðar og þar af leiðandi að ganga á svæðum sem minni ágangur er á. Veiðimenn eru áfram hvattir til að veiða í hófi og eftir fréttir helgarinnar þar sem leitað var að rjúpnaskyttum má líka minna skyttur á að: - Láta vita hvert för er heitið, hvaðan á að ganga og hvert. - Láta vita hvenær áætlað er að koma aftur í bíl og símasamband - Vera með fullhlaðna síma - Vera með og kunna á GPS tæki - Skoða veðurspá og fara ekki af stað ef spáin er slæm Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Það hafa verið afskaplega góðar fréttir frá rjúpnaskyttum eftir helgina og mjög margir þegar komnir með jólamatinn og hættir að skjóta. Rjúpnaskyttur hafa undanfarin ár farið vel eftir fyrirmælum um að veiða hóflega og þegar samfélagsmiðlarnir eru skoðaðir eftir helgina sést að margar skyttur sem fóru til fjalla um helgina hafa náð jólamatnum og eru hættir að ganga til rjúpna á þessari vertíð. Það er mikill munur á fréttum eftir þessa aðra helgi á rjúpnavertíðinni miðað við í fyrra og almennt eru menn sammála um að mun meira virðist vera af rjúpu heldur en í fyrra. Algeng veiði á mann eftir helgina var 10-20 rjúpur og margir sem sáu meira en hættu þar sem þeir voru komnir með það sem þarf. Það er nokkurn veginn alveg sama hvaðan af landinu fréttirnar koma það virðist heilt yfir hafa gengið vel alls staðar. Besta veðrið var á laugardaginn og á sumum vinsælum svæðum eins og Bröttubrekku, Kaldadal, Uxahryggjum, Lyngdalsheiði, Laugarvatn og Holtavörðuheiði var mikið af mannskap og oft ekki hlaupið að því að finna pláss til að legga bílnum. Þrátt fyrir þessa mannmergð voru menn að týna upp fugla. Þeir sem skutu mest voru þó yfirleitt nokkuð utan alfaraleiðar og þar af leiðandi að ganga á svæðum sem minni ágangur er á. Veiðimenn eru áfram hvattir til að veiða í hófi og eftir fréttir helgarinnar þar sem leitað var að rjúpnaskyttum má líka minna skyttur á að: - Láta vita hvert för er heitið, hvaðan á að ganga og hvert. - Láta vita hvenær áætlað er að koma aftur í bíl og símasamband - Vera með fullhlaðna síma - Vera með og kunna á GPS tæki - Skoða veðurspá og fara ekki af stað ef spáin er slæm
Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði