Seifur og Sjálfstæðisflokkurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Oft hefur stór sannleikur notað magnaða lygi til að viðhalda sjálfum sér. Lénskerfið notaði guð þar sem lénsherrar, kóngar og klerkar trónuðu efst í valdapíramídanum, athugasemdalaust þar sem það átti að vera vilji skaparans. Sovétríkin reyndu líka að viðhalda lygavefnum til að fóðra kommúnismann sem þeim var treyst fyrir en svalt svo í fangi þeirra. Sú lygi hefur og verið lífseig að frjálshyggjan sé skilvirk og þar að auki réttlát því hún sjái til þess að þeir hæfileikaríkustu eða duglegustu standi með pálmann í höndunum, meðan vitleysingar og sitjandi krákur svelti. Mér er minnisstæð grein Hannesar Hólmsteins frá liðnu sumri þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að þeim sem gekk vel keyptu kvóta af hinum sem gekk ekki jafn vel. En það er ekki þannig að jafnt sé gefið í upphafi og síðan vinni þeir duglegu og hæfileikaríku. Skattaskjólin, eignarhaldsfélögin, stjórnmálin, einkavinavæðingin, opinberar einkaframkvæmdir og innmúraður valdapíramíti snúast á sveif með einum meðan andstreymi óréttlætisins ríður húsum annarra í Efra Breiðholti og víðar. Þetta vita allir… sem vilja. Samt sem áður eiga flokkar sem flytja fagnaðarerindi frjálshyggjunnar alltaf sitt fasta fylgi. Skiptir þá engu hversu mikinn auð og andlegt þrek frjálshyggjubröltið hefur kostað almenning. Það sér ekki á óbilandi trú þessa fólks á úrsérgenginni lyginni. Oft þegar ég stend ráðþrota leita ég til Grikklands hins forna. Nú er mér til dæmis hugsað til Seifs sem var refsigjarn guð. Hann giftist systur sinni en skipti svo hömum til að serða hverja þá konu sem kitlaði óra hans. Eitt sinn þegar eiginkonan kom að honum breytti hann ástkonunni í kú. En fólk treysti honum fyrir hollustu sinni enda var hann sterkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun
Oft hefur stór sannleikur notað magnaða lygi til að viðhalda sjálfum sér. Lénskerfið notaði guð þar sem lénsherrar, kóngar og klerkar trónuðu efst í valdapíramídanum, athugasemdalaust þar sem það átti að vera vilji skaparans. Sovétríkin reyndu líka að viðhalda lygavefnum til að fóðra kommúnismann sem þeim var treyst fyrir en svalt svo í fangi þeirra. Sú lygi hefur og verið lífseig að frjálshyggjan sé skilvirk og þar að auki réttlát því hún sjái til þess að þeir hæfileikaríkustu eða duglegustu standi með pálmann í höndunum, meðan vitleysingar og sitjandi krákur svelti. Mér er minnisstæð grein Hannesar Hólmsteins frá liðnu sumri þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að þeim sem gekk vel keyptu kvóta af hinum sem gekk ekki jafn vel. En það er ekki þannig að jafnt sé gefið í upphafi og síðan vinni þeir duglegu og hæfileikaríku. Skattaskjólin, eignarhaldsfélögin, stjórnmálin, einkavinavæðingin, opinberar einkaframkvæmdir og innmúraður valdapíramíti snúast á sveif með einum meðan andstreymi óréttlætisins ríður húsum annarra í Efra Breiðholti og víðar. Þetta vita allir… sem vilja. Samt sem áður eiga flokkar sem flytja fagnaðarerindi frjálshyggjunnar alltaf sitt fasta fylgi. Skiptir þá engu hversu mikinn auð og andlegt þrek frjálshyggjubröltið hefur kostað almenning. Það sér ekki á óbilandi trú þessa fólks á úrsérgenginni lyginni. Oft þegar ég stend ráðþrota leita ég til Grikklands hins forna. Nú er mér til dæmis hugsað til Seifs sem var refsigjarn guð. Hann giftist systur sinni en skipti svo hömum til að serða hverja þá konu sem kitlaði óra hans. Eitt sinn þegar eiginkonan kom að honum breytti hann ástkonunni í kú. En fólk treysti honum fyrir hollustu sinni enda var hann sterkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun