Toyota rafmagnsbíll með 300 km drægni árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 11:16 Toyota mun brátt taka fullan þátt í rafmagnsbílavæðingunni. Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent
Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent