Kauphöllin í New York hefur nú opnað á ný eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum lágu fyrir. Spáð var því fyrir opun markaða að gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum myndu lækka við opnun markaða.
S&P 500 vísitalan sem nær til stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna hefur nú þegar lækkað um 0,54 prósent á fyrstu tólf mínútum viðskipta í dag.
Eins og Vísir greindi frá hrundu hlutabréf í Evrópu og Asíu í morgun, hins vegar hafa hlutabréf í Evrópu hækkað eitthvað á ný og þannig dregið úr áhrifunum. Eftirtektavert verður að sjá hvort kauphallir Bandaríkjanna muni fylgja sömu þróun.
