Hyperloop milli Dubai og Abu Dhabi Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 15:28 Hyperloop lestin gæti legið við hlið vegarins á milli Dubai og Abu Dhabi. Fyrirtækið Hyperloop One hefur kynnt áætlun sína að byggja háhraðalest milli Dubai og Abu Dhabi fyrir samgönguráðuneyti Dubai og segist nú þegar hafa tryggt 160 milljón dollara fjármagn til verksins. Leiðin milli Dubai og Abu Dhabi á bíl er 160 kílómetrar og það tekur um tvo klukkutíma að aka þá leið. Hyperloop lestin yrði hinsvegar ekki nema 12 mínútur á leiðinni, enda fer hún á allt að 1.200 km hraða. Lestin, eða lestarvagnar Hyperloop ferðast í lofttæmi innan í röri á einkonar loftpúða og viðnám lestarvagnanna er hverfandi lítið á leið sinni um rörið. Nokkuð dýrt er að reisa Hyperloop lestarkerfi og fyrstu áætlanir um slíka lest á milli Los Angeles og San Fransisco hljóðaði uppá 6 milljarða dollara. Sú leið er reyndar lengri en milli Dubai og Abu Dhabi, eða 560 kílómetrar. Því ætti kostnaðurinn á leiðinni milli Dubai og Abu Dhabi ekki að vera undir 1,7 milljarðar dollara svo fjármögnunin sem komin er hjá Hyperloop One er ekki nema einn ellefti af lágmarkskostnaði og því talsvert eftir til að tryggja heildarfjármögnun verksins. En ef á einhverjum stað í heiminum ætti að vera hægt að finna slíkt fjármagn er það í olíulöndunum fyrir botni miðjarðarhafs. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Fyrirtækið Hyperloop One hefur kynnt áætlun sína að byggja háhraðalest milli Dubai og Abu Dhabi fyrir samgönguráðuneyti Dubai og segist nú þegar hafa tryggt 160 milljón dollara fjármagn til verksins. Leiðin milli Dubai og Abu Dhabi á bíl er 160 kílómetrar og það tekur um tvo klukkutíma að aka þá leið. Hyperloop lestin yrði hinsvegar ekki nema 12 mínútur á leiðinni, enda fer hún á allt að 1.200 km hraða. Lestin, eða lestarvagnar Hyperloop ferðast í lofttæmi innan í röri á einkonar loftpúða og viðnám lestarvagnanna er hverfandi lítið á leið sinni um rörið. Nokkuð dýrt er að reisa Hyperloop lestarkerfi og fyrstu áætlanir um slíka lest á milli Los Angeles og San Fransisco hljóðaði uppá 6 milljarða dollara. Sú leið er reyndar lengri en milli Dubai og Abu Dhabi, eða 560 kílómetrar. Því ætti kostnaðurinn á leiðinni milli Dubai og Abu Dhabi ekki að vera undir 1,7 milljarðar dollara svo fjármögnunin sem komin er hjá Hyperloop One er ekki nema einn ellefti af lágmarkskostnaði og því talsvert eftir til að tryggja heildarfjármögnun verksins. En ef á einhverjum stað í heiminum ætti að vera hægt að finna slíkt fjármagn er það í olíulöndunum fyrir botni miðjarðarhafs.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent