Innlent

„Held að við förum bara upp“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Þetta eru auðvitað frábærar tölur,“ segir Eva Einarsdóttir, sem skipar annað sætið á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Björt framtíð mælist nú með 7,8 prósent á landinu öllu og er þannig með fimm þingmenn inni. „Auðvitað vil ég sjá okkur koma aðeins upp í öðrum kjördæmum en yfir það heila get ég ekki verið annað en sátt,“ segir Eva og vísar til þess að í Suðvesturkjördæmi, stærsta kjördæminu, mælist flokkurinn með 10,2 prósenta fylgi.

„Við eigum eitthvað inni í kvöld. Okkar kjósendur hafa held ég farið seint á kjörstað, eða ég vona það. En annars er stutt síðan við vorum strokuð út í þessum leik sem kosningar eru, en erum núna með fimm þingmenn miðað við tölur núna. Ég held að við verðum að vera sátt og held að við förum bara upp,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×