Þar fengu leikmenn að reyna aksturshæfni sína í fimm aðskildum liðum. Eftir að sú keppni var afstaðin fengu allir leikmenn afhentan sinn uppáhaldsbíl frá Audi. Einir 16 leikmenn völdu Q7 jeppann, þar á meðal Lionel Messi, Gerard Pique, Andres Iniesta, Luiz Suarez og Rafael Alcantara. Væntanlega hafa margir þeirra verið í tengiltvinnútgáfunni.
Smekkur Neymar og þjálfarans Luis Enrique var öðruvísi og fengu þeir sér RS-bíla, Neymar fékk Audi RS7 og Enrique Audi Q3 RS. Audi er einn af stærri styrktaraðilum Barcelona liðsins og samningur hefur verið þar á milli síðan árið 2006. Núverandi samningur gildir til ársins 2018 og verða því leikmenn Barcelona akandi á Audi bílum a.m.k. fram til þess tíma.


