Fyrsta þáttaröðin er 12 þættir og um klukkutími hver þáttur og í meðfylgjandi myndskeiði kemur fram að í nýju þáttunum séu áhorfendur með í tökum, þó ekki á sama hátt og í fyrri Tiop Gear þáttum þar sem þeir voru í stóru stúdíói, heldur verða þeir í stóru tjaldi sem flutt er á milli staða. Hver þáttur af þeim nýju gerast á 12 mismunandi stöðum í fjölmörgum löndum.
Aðspurður segir Jeremy Clarkson að nýju þættirnir séu um margt líkir þeim eldri, bara ekki með sömu “afskiptasömu” starfsmönnum BBC. Þó megi bæta við að í sumum þáttanna séu bílar í aðalhlutverki, en í öðrum þeirra eru bílar alls ekki í aðalhlutverki. Nú eru innan við 3 vikur í sýningu fyrsta þáttar í nýju þáttaröðinni sem ber nafnið “The Grand Tour” og fátt annað hægt en hlakka til.
