Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 13:07 Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Vísir/Getty Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira