Rok og rigning Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. október 2016 09:24 Það var rok og rigning hér heima þegar ég brá mér á dögunum til Seattle í Bandaríkjunum. Þar reyndist vera sama veður og enn meira óveður í aðsigi að sögn veðurfræðinga. Grár himinn og þungskýjað.Gargandi putti Trump var í sjónvarpinu þegar ég kveikti á því og hann var þar enn þegar ég slökkti á því og þegar ég kveikti á því morguninn eftir var hann þar enn, gargandi með þennan eilífa putta sinn á lofti. Það væri indjánanafnið hans: Gargandi putti. Hann var æfur en samt báru öll svipbrigði mannsins þess merki að hafa verið þaulæfð fyrir framan spegilinn. Soldið eins og Hitler. Hann var greinilega þarna í sjónvarpinu frá morgni til kvölds – og alla nóttina líka. Þann tíma sem ég dvaldi þarna í Seattle var Trump eins og grátt og þungt ský sem grúfir yfir Ameríku og neitar að fara. Hann var rok og rigning. Þegar hann var ekki sjálfur að garga, með puttann á lofti, var fólk að tala um hann; alls konar fólk, sem reyndi að finna nýja og nýja fleti á því að tala um öll hans stórfenglegu ómögulegheit. Bestur þótti mér Bill Maher, sem er glúrinn gamanmálamaður á vinstri kantinum. Hann sýndi því ekki nokkurn skilning að Trump hafi í hyggju að vefengja kosningaúrslitin ef þau reynast honum óhagstæð, sá í því ógn við lýðræðið og tilraun til að fæla minnihlutahópa frá kjörstöðum með því að senda ofbeldishneigðum stuðningsmönnum skilaboð um að ganga hart fram í því að hafa áhrif á kjörsókn. Hann sá í þessu að Trump væri að skera upp herör. Hann sagði að Trump væri „the Che Guevara of the deplorables“ með vísun í þá umdeildu einkunn sem Hillary gaf á sínum tíma heitustu stuðningsmönnum Trumps, að þar færi ömurlegt lið. Ég rak mín erindi – flutti mína tölu og gerði svo þetta sem Íslendingar gera í útlöndum: fékk mér regnhlíf, fór í H&M og Forever 21, fékk mér bjór og handborgara. Ég hélt ég væri að fara á listasafn en þar reyndust bara rafmagnsgítarar og gítarnögl og aðrir helgir dómar Kurts Cobain. En ég sá til allrar hamingju líka aðra sýningu þar sem var meðal annars undurfagurt verk eftir Steinunni Sigurðardóttur, kjóll sem virtist gerður úr draumum og þrá. Ég skimaði svo auðvitað eftir Frasier en hann reyndist hafa yfirgefið bygginguna; hitti aftur á móti stórmerkan bókasafnara af íslenskum ættum …Stjórnmál framtíðarinnar? Og fór svo aftur á hótelið. Þar var Trumphog Day í sjónvarpinu. Bálreiður putti. Hann var að garga og fara með atriðið sitt frammi fyrir fagnandi lýðnum, láta reka einhvern mann út af svæðinu sem var með múður – og var augljóslega sviðsett atriði, eins og allt þarna; yfir amerískri kosningabaráttu er einatt einhver óraunveruleikablær, með aðkeyptum hvatningarópum og hrifningarflogum en Trump hefur tekið þetta skrefinu lengra í áttina að fjölbragðaglímunni bandarísku, þar sem allt er tómt sjónarspil, hver er góður og hver vondur, hver vinnur og hver tapar – kannski er þetta framtíðin? Kannski er þetta nútíminn? Svo komu talandi hausar og fóru að tala um hann, hvað hann væri nú skrýtinn og fáránlegur og léti mikla vitleysu út úr sér. Þau gátu ekki hætt að tala um hann og ég gat ekki hætt að horfa þó að ég væri búinn að heyra og sjá allt áður. Það voru sýnd viðtöl við konur sem vitnuðu um líkamsárásir hans á sig, og aftur og aftur var leikin upptaka af vanmetagorti hans yfir því að káfa á konum og troða tungunni á sér upp í þær áður en þær fengju rönd við reist. Sjálfur hefur hann reynt að afgreiða þetta tal sem karlaklefagys, en mér er sem ég sæi félaga mína í badmintonliðinu Garpi tala svona eða þá hina ráðvöndu og háttvísu lögmenn sem spila um leið og við í Badmintonhöllinni í Álfheimum. Um þetta var rætt fram og aftur og velt upp nýjum og nýjum flötum á óhæfi Trumps. Hann lýgur og hatar og gargar. Hann æsir upp og espar fólk til ódáða. Hann er hinn fullkomni undirmálsmaður, svíkur um greiðslur, fer á hausinn með ólíklegustu ævintýri; eini maðurinn í sögu mannkyns sem ekki getur einu sinni rekið spilavíti með hagnaði, eins og Obama sagði: Í spilavítum vinnur húsið alltaf, nema þegar Trump á spilavítið … Eiginlega virðast engin takmörk fyrir því hversu óhæfur einn náungi getur reynst vera til að gegna nokkru starfi; ekki er hægt að finna svo fábrotið og einfalt starf að honum sé treystandi fyrir því; hvað þá að hann sé fær um mannaforráð. Eina starfið sem þessi maður gæti hugsanlega gegnt er að vera týpa í sjónvarpinu – sem er einmitt það eina sem hefur lánast hjá honum. Þetta blasir við hverjum manni; þarf ekki annað en að horfa á þennan óviðfelldna putta á honum. Samt segja kannanir að fjörutíu prósent Bandaríkjamanna séu enn staðfastlega á þeirri skoðun að hann sé betri til starfans en Hillary Clinton. Á því er aðeins ein haldbær skýring: Hún er kona. Hann frekjulegur karl. En sem sagt: óveðrið þeirra í aðsigi þarna í Seattle kom aldrei. Bara rok og rigning. Þegar ég kom svo heim var rok og rigning. Við fáum víst litlu breytt um það. En öðru ráðum við sjálf. Og kjósum bráðum: kjósum enga vitleysu … Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Það var rok og rigning hér heima þegar ég brá mér á dögunum til Seattle í Bandaríkjunum. Þar reyndist vera sama veður og enn meira óveður í aðsigi að sögn veðurfræðinga. Grár himinn og þungskýjað.Gargandi putti Trump var í sjónvarpinu þegar ég kveikti á því og hann var þar enn þegar ég slökkti á því og þegar ég kveikti á því morguninn eftir var hann þar enn, gargandi með þennan eilífa putta sinn á lofti. Það væri indjánanafnið hans: Gargandi putti. Hann var æfur en samt báru öll svipbrigði mannsins þess merki að hafa verið þaulæfð fyrir framan spegilinn. Soldið eins og Hitler. Hann var greinilega þarna í sjónvarpinu frá morgni til kvölds – og alla nóttina líka. Þann tíma sem ég dvaldi þarna í Seattle var Trump eins og grátt og þungt ský sem grúfir yfir Ameríku og neitar að fara. Hann var rok og rigning. Þegar hann var ekki sjálfur að garga, með puttann á lofti, var fólk að tala um hann; alls konar fólk, sem reyndi að finna nýja og nýja fleti á því að tala um öll hans stórfenglegu ómögulegheit. Bestur þótti mér Bill Maher, sem er glúrinn gamanmálamaður á vinstri kantinum. Hann sýndi því ekki nokkurn skilning að Trump hafi í hyggju að vefengja kosningaúrslitin ef þau reynast honum óhagstæð, sá í því ógn við lýðræðið og tilraun til að fæla minnihlutahópa frá kjörstöðum með því að senda ofbeldishneigðum stuðningsmönnum skilaboð um að ganga hart fram í því að hafa áhrif á kjörsókn. Hann sá í þessu að Trump væri að skera upp herör. Hann sagði að Trump væri „the Che Guevara of the deplorables“ með vísun í þá umdeildu einkunn sem Hillary gaf á sínum tíma heitustu stuðningsmönnum Trumps, að þar færi ömurlegt lið. Ég rak mín erindi – flutti mína tölu og gerði svo þetta sem Íslendingar gera í útlöndum: fékk mér regnhlíf, fór í H&M og Forever 21, fékk mér bjór og handborgara. Ég hélt ég væri að fara á listasafn en þar reyndust bara rafmagnsgítarar og gítarnögl og aðrir helgir dómar Kurts Cobain. En ég sá til allrar hamingju líka aðra sýningu þar sem var meðal annars undurfagurt verk eftir Steinunni Sigurðardóttur, kjóll sem virtist gerður úr draumum og þrá. Ég skimaði svo auðvitað eftir Frasier en hann reyndist hafa yfirgefið bygginguna; hitti aftur á móti stórmerkan bókasafnara af íslenskum ættum …Stjórnmál framtíðarinnar? Og fór svo aftur á hótelið. Þar var Trumphog Day í sjónvarpinu. Bálreiður putti. Hann var að garga og fara með atriðið sitt frammi fyrir fagnandi lýðnum, láta reka einhvern mann út af svæðinu sem var með múður – og var augljóslega sviðsett atriði, eins og allt þarna; yfir amerískri kosningabaráttu er einatt einhver óraunveruleikablær, með aðkeyptum hvatningarópum og hrifningarflogum en Trump hefur tekið þetta skrefinu lengra í áttina að fjölbragðaglímunni bandarísku, þar sem allt er tómt sjónarspil, hver er góður og hver vondur, hver vinnur og hver tapar – kannski er þetta framtíðin? Kannski er þetta nútíminn? Svo komu talandi hausar og fóru að tala um hann, hvað hann væri nú skrýtinn og fáránlegur og léti mikla vitleysu út úr sér. Þau gátu ekki hætt að tala um hann og ég gat ekki hætt að horfa þó að ég væri búinn að heyra og sjá allt áður. Það voru sýnd viðtöl við konur sem vitnuðu um líkamsárásir hans á sig, og aftur og aftur var leikin upptaka af vanmetagorti hans yfir því að káfa á konum og troða tungunni á sér upp í þær áður en þær fengju rönd við reist. Sjálfur hefur hann reynt að afgreiða þetta tal sem karlaklefagys, en mér er sem ég sæi félaga mína í badmintonliðinu Garpi tala svona eða þá hina ráðvöndu og háttvísu lögmenn sem spila um leið og við í Badmintonhöllinni í Álfheimum. Um þetta var rætt fram og aftur og velt upp nýjum og nýjum flötum á óhæfi Trumps. Hann lýgur og hatar og gargar. Hann æsir upp og espar fólk til ódáða. Hann er hinn fullkomni undirmálsmaður, svíkur um greiðslur, fer á hausinn með ólíklegustu ævintýri; eini maðurinn í sögu mannkyns sem ekki getur einu sinni rekið spilavíti með hagnaði, eins og Obama sagði: Í spilavítum vinnur húsið alltaf, nema þegar Trump á spilavítið … Eiginlega virðast engin takmörk fyrir því hversu óhæfur einn náungi getur reynst vera til að gegna nokkru starfi; ekki er hægt að finna svo fábrotið og einfalt starf að honum sé treystandi fyrir því; hvað þá að hann sé fær um mannaforráð. Eina starfið sem þessi maður gæti hugsanlega gegnt er að vera týpa í sjónvarpinu – sem er einmitt það eina sem hefur lánast hjá honum. Þetta blasir við hverjum manni; þarf ekki annað en að horfa á þennan óviðfelldna putta á honum. Samt segja kannanir að fjörutíu prósent Bandaríkjamanna séu enn staðfastlega á þeirri skoðun að hann sé betri til starfans en Hillary Clinton. Á því er aðeins ein haldbær skýring: Hún er kona. Hann frekjulegur karl. En sem sagt: óveðrið þeirra í aðsigi þarna í Seattle kom aldrei. Bara rok og rigning. Þegar ég kom svo heim var rok og rigning. Við fáum víst litlu breytt um það. En öðru ráðum við sjálf. Og kjósum bráðum: kjósum enga vitleysu …