Mini Countryman verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 15:10 Mini Cooper S E Countryman. Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent