Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd.
„Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“
Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump.
„Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“
Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir.
Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.
Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker
— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016
He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate
— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016
#KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate
— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016
I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate
— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016
Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate
— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016