Fatalaust frelsi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. október 2016 07:00 Ég var að hlaupa eftir ströndinni hér í Almeríahéraði, nýfluttur og því alvitlaus um staðarhætti. Allt í einu fannst mér ég vera staddur í ljóði eftir Stein Steinarr þar sem ég hljóp á annarlegri strönd. Stórt og mikið skilti útskýrði hins vegar að ég var á nektarströnd mikilli. Ég leit á fólkið í kringum mig og komst að því, illu heilli, að hún er átakanlega vinsæl hjá gömlum breskum körlum. Ekki það að ég sé að kvarta en útsýnið er ólíkt yndislegra við Elliðavatn þar sem ég skokka á Íslandi. Ég sveigði af ströndinni og upp í þorpið en þar voru berrassaðir Bretar engu færri. Jafnvel ósköp hversdagslegir, kannski á leiðinni út í búð. Þar gátu þeir sagt við afgreiðslumanninn þegar hann rukkaði þá, „nei, heyrðu, ég er bara ekki með neitt á mér“. Annars staðar sátu þeir framarlega á trébekk, svo millistykkið hékk fram af bríkinni og minnti helst á þorskhaus í hjalli. Ég sá líka að eflaust er hart í ári á þessum stað þar sem margar íbúðir eru þar auglýstar til leigu eða sölu. Ég tók á sprett, varð að drífa mig þar sem við hjónin vorum að fara á veitingastað að hitta fólk. Eftir sturtu fer ég í mína uppáhaldsskyrtu en konan rekur mig úr henni eftir að hafa fundið drög að krumpu. Ég tek aðra en er undir eins rekinn úr henni, þar sem þetta er vetrarskyrta. Loks fann ég skyrtu sem stóðst allar kröfur en björninn var ekki unninn því enn átti eftir að finna á mig brækur. Það var þá sem ég stakk upp á því við hana að við myndum kíkja á ansi hreint skemmtilega íbúð sem er til leigu á ströndinni hérna fyrir ofan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Ég var að hlaupa eftir ströndinni hér í Almeríahéraði, nýfluttur og því alvitlaus um staðarhætti. Allt í einu fannst mér ég vera staddur í ljóði eftir Stein Steinarr þar sem ég hljóp á annarlegri strönd. Stórt og mikið skilti útskýrði hins vegar að ég var á nektarströnd mikilli. Ég leit á fólkið í kringum mig og komst að því, illu heilli, að hún er átakanlega vinsæl hjá gömlum breskum körlum. Ekki það að ég sé að kvarta en útsýnið er ólíkt yndislegra við Elliðavatn þar sem ég skokka á Íslandi. Ég sveigði af ströndinni og upp í þorpið en þar voru berrassaðir Bretar engu færri. Jafnvel ósköp hversdagslegir, kannski á leiðinni út í búð. Þar gátu þeir sagt við afgreiðslumanninn þegar hann rukkaði þá, „nei, heyrðu, ég er bara ekki með neitt á mér“. Annars staðar sátu þeir framarlega á trébekk, svo millistykkið hékk fram af bríkinni og minnti helst á þorskhaus í hjalli. Ég sá líka að eflaust er hart í ári á þessum stað þar sem margar íbúðir eru þar auglýstar til leigu eða sölu. Ég tók á sprett, varð að drífa mig þar sem við hjónin vorum að fara á veitingastað að hitta fólk. Eftir sturtu fer ég í mína uppáhaldsskyrtu en konan rekur mig úr henni eftir að hafa fundið drög að krumpu. Ég tek aðra en er undir eins rekinn úr henni, þar sem þetta er vetrarskyrta. Loks fann ég skyrtu sem stóðst allar kröfur en björninn var ekki unninn því enn átti eftir að finna á mig brækur. Það var þá sem ég stakk upp á því við hana að við myndum kíkja á ansi hreint skemmtilega íbúð sem er til leigu á ströndinni hérna fyrir ofan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.