Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2016 20:00 Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. Göngin verða á leiðinni milli Stafangurs og Haugasunds. Til að fá samanburð þá eru einu neðansjávargöng Íslendinga, Hvalfjarðargöngin, nærri 6 kílómetra löng. Ef menn vildu göng milli Reykjavíkur og Akraness þá er vegalengdin þar á milli átján kílómetrar. Göngin sem Norðmenn áforma núna verða hins vegar 27 kílómetra löng, álíka og milli Álftaness og Keflavíkur. Þau verða undir Bóknafjörðinn norðan við borgina Stafangur en þar þurfa vegfarendur á leið til Haugasunds að taka ferju. Þetta er raunar en fjölfarnasta ferjuleið Noregs enda er hún á helsta þjónustusvæði norska olíuiðnaðarins og tengir meðal annars olíuhöfuðborgina Stafangur við stærstu gasvinnslustöð landsins á Kårstö.Stórt loftinntak verður í skeri á firðinum til að tryggja góða loftræstingu.Grafík/Vegagerð Noregs.Norsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að gera ferjulausan þjóðveg meðfram vesturströnd Noregs, milli Kristjánssands, Stafangurs, Björgvinjar og Þrándheims, og verða þessi göng einn stærsti áfanginn í því verkefni. Þau verða ekki aðeins lengstu bílagöng heims undir sjó heldur einnig þau dýpstu og ná niður á 390 metra dýpi undir sjávarmáli. Þau verða tvöföld, með tvær akreinar í hvora átt og verða neyðargangar á milli. Þau verða svo löng að sérstakur loftræstistokkur með loftinntaki verður boraður upp í sker á firðinum. Og til að ökumenn slævist ekki á löngum tilbreytingarlitlum akstri verður höfð öðruvísi lýsing á nokkrum stöðum í göngunum til að skapa gervihimin og gervilandslag. Göngin stytta ferðatíma vegfarenda um 40 mínútur og kosta um 200 milljarða íslenskra króna. Um 80 prósent kostnaðar verða greidd með veggjöldum en um 20 prósent með framlagi úr ríkissjóði. Samþykki Stórþingið tillöguna eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári og taka sjö til átta ár en ráðgert er að göngin verði tilbúin á árabilinu 2024 til 2025.Göngin verða tvöföld, með tveim akreinum í hvora átt. Neyðargangar verða á milli ganganna.Grafík/Vegagerð Noregs. Tengdar fréttir Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. 9. október 2016 10:00 Norðmenn sækja 3.200 milljarða úr olíusjóðnum Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, kynnti fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar í morgun. 6. október 2016 08:21 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. Göngin verða á leiðinni milli Stafangurs og Haugasunds. Til að fá samanburð þá eru einu neðansjávargöng Íslendinga, Hvalfjarðargöngin, nærri 6 kílómetra löng. Ef menn vildu göng milli Reykjavíkur og Akraness þá er vegalengdin þar á milli átján kílómetrar. Göngin sem Norðmenn áforma núna verða hins vegar 27 kílómetra löng, álíka og milli Álftaness og Keflavíkur. Þau verða undir Bóknafjörðinn norðan við borgina Stafangur en þar þurfa vegfarendur á leið til Haugasunds að taka ferju. Þetta er raunar en fjölfarnasta ferjuleið Noregs enda er hún á helsta þjónustusvæði norska olíuiðnaðarins og tengir meðal annars olíuhöfuðborgina Stafangur við stærstu gasvinnslustöð landsins á Kårstö.Stórt loftinntak verður í skeri á firðinum til að tryggja góða loftræstingu.Grafík/Vegagerð Noregs.Norsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að gera ferjulausan þjóðveg meðfram vesturströnd Noregs, milli Kristjánssands, Stafangurs, Björgvinjar og Þrándheims, og verða þessi göng einn stærsti áfanginn í því verkefni. Þau verða ekki aðeins lengstu bílagöng heims undir sjó heldur einnig þau dýpstu og ná niður á 390 metra dýpi undir sjávarmáli. Þau verða tvöföld, með tvær akreinar í hvora átt og verða neyðargangar á milli. Þau verða svo löng að sérstakur loftræstistokkur með loftinntaki verður boraður upp í sker á firðinum. Og til að ökumenn slævist ekki á löngum tilbreytingarlitlum akstri verður höfð öðruvísi lýsing á nokkrum stöðum í göngunum til að skapa gervihimin og gervilandslag. Göngin stytta ferðatíma vegfarenda um 40 mínútur og kosta um 200 milljarða íslenskra króna. Um 80 prósent kostnaðar verða greidd með veggjöldum en um 20 prósent með framlagi úr ríkissjóði. Samþykki Stórþingið tillöguna eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári og taka sjö til átta ár en ráðgert er að göngin verði tilbúin á árabilinu 2024 til 2025.Göngin verða tvöföld, með tveim akreinum í hvora átt. Neyðargangar verða á milli ganganna.Grafík/Vegagerð Noregs.
Tengdar fréttir Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. 9. október 2016 10:00 Norðmenn sækja 3.200 milljarða úr olíusjóðnum Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, kynnti fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar í morgun. 6. október 2016 08:21 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. 9. október 2016 10:00
Norðmenn sækja 3.200 milljarða úr olíusjóðnum Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, kynnti fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar í morgun. 6. október 2016 08:21
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent