Audi hættir smíði R8 e-tron Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:36 Audi R8 e-tron. Samkvæmt fréttum frá Car and Driver hefur Audi hætt smíði Audi R8 e-tron rafmagnsbílsins. Aðeins voru smíðuð innan við 100 eintök af þessum bíl og voru öll þau eintök seld innan Evrópu og lang flest í Þýskalandi. Audi auglýsti aldrei þessa gerð bílsins og var raunverulega aldrei með hann til sölu til almennings, heldur voru ákveðin söluumboð sem fengu úthlutað þessum fáu eintökum, en þau höfðu þá þegar selt þau fyrirfram. Heyrst hefur að verð hvers eintaks hafi verið um 115 milljónir króna. Audi hafði sagst ætla að markaðssetja bílinn til almennings árið 2015 en það var svo aldrei gert. Audi R8 e-tron er með 456 hestafla rafmagnsdrifrás með 450 km drægni og þessi bíll fer sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum. Audi hefur ekki enn gefið upp ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hefur hætt smíði bílsins en gera má ráð fyrir því að þau fáu eintök sem smíðuð voru teljist til verðmætra söfnunareintaka nú. Hefðbundinn Audi R8 með brunavél lifir ennþá góðu lífi og má fá hann með 610 hestafla V10 vél. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent
Samkvæmt fréttum frá Car and Driver hefur Audi hætt smíði Audi R8 e-tron rafmagnsbílsins. Aðeins voru smíðuð innan við 100 eintök af þessum bíl og voru öll þau eintök seld innan Evrópu og lang flest í Þýskalandi. Audi auglýsti aldrei þessa gerð bílsins og var raunverulega aldrei með hann til sölu til almennings, heldur voru ákveðin söluumboð sem fengu úthlutað þessum fáu eintökum, en þau höfðu þá þegar selt þau fyrirfram. Heyrst hefur að verð hvers eintaks hafi verið um 115 milljónir króna. Audi hafði sagst ætla að markaðssetja bílinn til almennings árið 2015 en það var svo aldrei gert. Audi R8 e-tron er með 456 hestafla rafmagnsdrifrás með 450 km drægni og þessi bíll fer sprettinn í hundraðið á 3,9 sekúndum. Audi hefur ekki enn gefið upp ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hefur hætt smíði bílsins en gera má ráð fyrir því að þau fáu eintök sem smíðuð voru teljist til verðmætra söfnunareintaka nú. Hefðbundinn Audi R8 með brunavél lifir ennþá góðu lífi og má fá hann með 610 hestafla V10 vél.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent