SsangYong Musso endurfæddur sem pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 09:46 SsangYong Musso pallbíll. Nýir bílar streyma frá S-kóreska framleiðandanum SsangYong og sá nýjast í þeirra röðum er bíll með gamalkunnugt nafn, þ.e. Musso, en þar fer pallbíll sem nú er verið að markaðssetja í Bretlandi. SsangYong Musso-inn leysir af pallbíl á breskum markaði sem fékk þar nafnið Korando, en Musso nafnið núna er tilkomið vegna þess að SsangYong vill ekki að fyrri Korando pallbílnum sé ruglað saman við Korando jeppann, sem fæst þar einnig. Svona fara nöfn í endurnýjun lífdaga og eru hreinlega endurunnin. SsangYong Musso er mörgum Íslendingnum kunnur og seldust þeir hér á árum áður í skipsförmum og enn sjást þeir á götunum. Pallbíllinn Musso er í raun svo til sami bíllinn og Korando pallbíllinn áður, en hann fær þó nýja 2,2 lítra og fjögurra strokka dísilvél og er hún 176 hestöfl og togar 400 Nm. Bíllinn fær líka nýja fjöðrun. Val er um 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu en í öllum gerðum er hann fjórhjóladrifinn. Musso pallbíllinn getur tekið allt að 1.050 kg á pallinn, sem er 2,04 fermetrar að stærð. Dráttargeta hans er 3 tonn, en þá þarf aftanívagn hans að vera búinn bremsum. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent
Nýir bílar streyma frá S-kóreska framleiðandanum SsangYong og sá nýjast í þeirra röðum er bíll með gamalkunnugt nafn, þ.e. Musso, en þar fer pallbíll sem nú er verið að markaðssetja í Bretlandi. SsangYong Musso-inn leysir af pallbíl á breskum markaði sem fékk þar nafnið Korando, en Musso nafnið núna er tilkomið vegna þess að SsangYong vill ekki að fyrri Korando pallbílnum sé ruglað saman við Korando jeppann, sem fæst þar einnig. Svona fara nöfn í endurnýjun lífdaga og eru hreinlega endurunnin. SsangYong Musso er mörgum Íslendingnum kunnur og seldust þeir hér á árum áður í skipsförmum og enn sjást þeir á götunum. Pallbíllinn Musso er í raun svo til sami bíllinn og Korando pallbíllinn áður, en hann fær þó nýja 2,2 lítra og fjögurra strokka dísilvél og er hún 176 hestöfl og togar 400 Nm. Bíllinn fær líka nýja fjöðrun. Val er um 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu en í öllum gerðum er hann fjórhjóladrifinn. Musso pallbíllinn getur tekið allt að 1.050 kg á pallinn, sem er 2,04 fermetrar að stærð. Dráttargeta hans er 3 tonn, en þá þarf aftanívagn hans að vera búinn bremsum.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent