Hver þessara 39 kraftabíla hljómar best? Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 13:59 Vafalaust hafa ekki margir heyrt um Zoute Grand Prix bílasýninguna sem haldin er árlega í belgíska strandbænum Knokke-Heist, en hann er rétt við hollensku landamærin. Meðal þeirra skemmtilegheita sem þar fer fram á er svokallað “GT Flying Sprint”, en þar reyna bestu kraftabílar heims að ná sem mestum hraða á afar stuttri braut sem í raun er bara venjuleg gata sem lokuð hefur verið vegna uppákomunnar. Í ár tóku 85 bílar þátt og einar 39 mismunandi bílgerðir. Allt náðist þetta uppá mynd og hér má líta dýrðina og ekki síst heyra það dásamlega hljóð sem frá þessum öflugu bílum kemur við átökin. Dæmi hver fyrir sig hver hljómar best, en sannarlega er um eyrnakonfekt að ræða. Meðal bíla sem þarna sjást taka sprettinn eru fjölmargir Porsche 911, Porsche 918 Spyder, Ferrari 458 og F12, Lamborghini Aventador og Huracan, Nissan GT-R, Audi R8 og R8 LMS, Alfa Romeo Guilia QV, Jaguar Project 7 og Mercedes AMG GL63. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Vafalaust hafa ekki margir heyrt um Zoute Grand Prix bílasýninguna sem haldin er árlega í belgíska strandbænum Knokke-Heist, en hann er rétt við hollensku landamærin. Meðal þeirra skemmtilegheita sem þar fer fram á er svokallað “GT Flying Sprint”, en þar reyna bestu kraftabílar heims að ná sem mestum hraða á afar stuttri braut sem í raun er bara venjuleg gata sem lokuð hefur verið vegna uppákomunnar. Í ár tóku 85 bílar þátt og einar 39 mismunandi bílgerðir. Allt náðist þetta uppá mynd og hér má líta dýrðina og ekki síst heyra það dásamlega hljóð sem frá þessum öflugu bílum kemur við átökin. Dæmi hver fyrir sig hver hljómar best, en sannarlega er um eyrnakonfekt að ræða. Meðal bíla sem þarna sjást taka sprettinn eru fjölmargir Porsche 911, Porsche 918 Spyder, Ferrari 458 og F12, Lamborghini Aventador og Huracan, Nissan GT-R, Audi R8 og R8 LMS, Alfa Romeo Guilia QV, Jaguar Project 7 og Mercedes AMG GL63.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent