Hlutabréf í Netflix rjúka upp Sæunn Gísladóttir skrifar 18. október 2016 15:20 Gengi hlutabréfa í Netflix hefur hækkað um tæplega 19 prósent í dag. Vísir/Getty Gengi hlutabréfa í streymiþjónustunni Netflix hefur rokið upp í dag. Gengið hefur hækkað um 18,98 prósent það sem af er degi. Hækkunina má rekja til þess að fleiri nýir notendur bættust við en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Greint var frá því í gærkvöldi að 3,2 milljón nýrra notenda hefði bæst við á síðasta ársfjórðungi, samanborið við spá um 2 milljónir nýrra notenda. Í Bandaríkjunum bættust við 370 þúsund nýir notendur, rúmlega 20 prósent fleiri en búist var við. Þetta var þó mun minni fjölgun en á sama tímabili í fyrra þegar 880 þúsund nýir notendur bættust við. Fjöldi nýrra notenda um allan heim var þó hærri en á sama tímabili í fyrra þegar 2,74 milljónir nýrra notenda bættist við. Hins vegar er vert að nefna að á árinu bættust 130 ný lönd við þar sem hægt var að nota Netflix. Á árinu hefur Netflix ekki gengið nógu vel að bæta við nýjum notendum þrátt fyrir að hafa fært út kvíarnar til margra nýrra landa. Eftir annan ársfjórðung þegar greint var frá því að mun færri nýir notendur hefðu bæst við en búist var við hrundi gengi hlutabréfa í Netflix um 13 prósent. Netflix Tengdar fréttir Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í streymiþjónustunni Netflix hefur rokið upp í dag. Gengið hefur hækkað um 18,98 prósent það sem af er degi. Hækkunina má rekja til þess að fleiri nýir notendur bættust við en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Greint var frá því í gærkvöldi að 3,2 milljón nýrra notenda hefði bæst við á síðasta ársfjórðungi, samanborið við spá um 2 milljónir nýrra notenda. Í Bandaríkjunum bættust við 370 þúsund nýir notendur, rúmlega 20 prósent fleiri en búist var við. Þetta var þó mun minni fjölgun en á sama tímabili í fyrra þegar 880 þúsund nýir notendur bættust við. Fjöldi nýrra notenda um allan heim var þó hærri en á sama tímabili í fyrra þegar 2,74 milljónir nýrra notenda bættist við. Hins vegar er vert að nefna að á árinu bættust 130 ný lönd við þar sem hægt var að nota Netflix. Á árinu hefur Netflix ekki gengið nógu vel að bæta við nýjum notendum þrátt fyrir að hafa fært út kvíarnar til margra nýrra landa. Eftir annan ársfjórðung þegar greint var frá því að mun færri nýir notendur hefðu bæst við en búist var við hrundi gengi hlutabréfa í Netflix um 13 prósent.
Netflix Tengdar fréttir Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44