Audi Q7 með 4 strokka vél á 49.950 dollara Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 11:14 Audi Q7 jeppinn. Hægt verður að fá hinn nýja jeppa Audi Q7 með fjögurra strokka vél á svo lítið sem 49.950 dollara í Bnadaríkjunum, eða á 5,7 milljónir króna. Þessi fjögurra strokka vél er 252 hestöfl, en hún nýtur auka afls frá forþjöppu og tog hennar er 369 Nm. Þessi gerð jeppans mun bjóðast í Bandaríkjunum á næsta ári. Með þessari nýju en aflminni vél geta kaupendur bílsins vestanhafs sparað sér um 6.000 dollara miðað við þá ódýrustu útgáfu sem nú býðst af bílnum. Sprengirými fjögurra strokka vélarinnar er aðeins 2,0 lítrar, en aflið samt ágætt miðað við það. Toggeta þessa bíls er heldur ekkert sem kaupendur þurfa að óttast, eða 2 tonn. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Hægt verður að fá hinn nýja jeppa Audi Q7 með fjögurra strokka vél á svo lítið sem 49.950 dollara í Bnadaríkjunum, eða á 5,7 milljónir króna. Þessi fjögurra strokka vél er 252 hestöfl, en hún nýtur auka afls frá forþjöppu og tog hennar er 369 Nm. Þessi gerð jeppans mun bjóðast í Bandaríkjunum á næsta ári. Með þessari nýju en aflminni vél geta kaupendur bílsins vestanhafs sparað sér um 6.000 dollara miðað við þá ódýrustu útgáfu sem nú býðst af bílnum. Sprengirými fjögurra strokka vélarinnar er aðeins 2,0 lítrar, en aflið samt ágætt miðað við það. Toggeta þessa bíls er heldur ekkert sem kaupendur þurfa að óttast, eða 2 tonn.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent