Saga læknisfræðinnar Óttar Guðmundsson skrifar 1. október 2016 07:00 Fyrsti landlæknir Íslands, Bjarni Pálsson, hóf störf úti á Seltjarnarnesi árið 1760. Hann var um nokkurt skeið eini læknir landsins, enda þurfti hann að ferðast mikið. Í ævisögu hans stendur: „að trautt héldu honum veður, sjór eða úrtölur, er hans var vitjað til verka“. Bjarni dó í Nesi, sextugur að aldri árið 1779, snauður af veraldlegum gæðum og uppgefinn á sál og líkama. Á tímum Bjarna má fullyrða að Íslendingar byggju við einhverja verstu heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Ungbarnadauðinn var sá mesti sem þekktist og allar aðstæður hinar ömurlegustu. Lækningaaðferðir Bjarna voru oft frumstæðar en hann gerði alltaf sitt besta. Hann var mikill trúmaður og „þakkaði Guði allar læknisaðgerðir sem vel tókust“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Bjarni Pálsson reið frá Þingvöllum með embættisbréfið sitt í hnakktöskunni. Heilbrigðisástand þjóðarinnar er með miklum ágætum þótt ýmislegt megi betur fara. Þessi saga lækninga er merkileg og miklu skiptir að halda henni til haga. Brýnt er að lækningaminjasafnið úti á Nesi fái gegnt hlutverki sínu en verði ekki duttlungum stjórnmálamanna að bráð. Margir íslenskir læknar telja reyndar að saga læknisfræðinnar hafi byrjað daginn sem þeir innrituðust í læknadeild og henni ljúki þegar þeir hætti störfum. Það er leiður misskilningur. Sagan kennir okkur að umgangast samtíð okkar af virðingu og hógværð. Læknar framtíðar munu eflaust hlæja að vísindum nútímans eins og margir gera gys að blóðtökum og bænahaldi Bjarna Pálssonar. Sá sem ekki þekkir sögu sína endurtekur í sífellu mistök fortíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Fyrsti landlæknir Íslands, Bjarni Pálsson, hóf störf úti á Seltjarnarnesi árið 1760. Hann var um nokkurt skeið eini læknir landsins, enda þurfti hann að ferðast mikið. Í ævisögu hans stendur: „að trautt héldu honum veður, sjór eða úrtölur, er hans var vitjað til verka“. Bjarni dó í Nesi, sextugur að aldri árið 1779, snauður af veraldlegum gæðum og uppgefinn á sál og líkama. Á tímum Bjarna má fullyrða að Íslendingar byggju við einhverja verstu heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Ungbarnadauðinn var sá mesti sem þekktist og allar aðstæður hinar ömurlegustu. Lækningaaðferðir Bjarna voru oft frumstæðar en hann gerði alltaf sitt besta. Hann var mikill trúmaður og „þakkaði Guði allar læknisaðgerðir sem vel tókust“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Bjarni Pálsson reið frá Þingvöllum með embættisbréfið sitt í hnakktöskunni. Heilbrigðisástand þjóðarinnar er með miklum ágætum þótt ýmislegt megi betur fara. Þessi saga lækninga er merkileg og miklu skiptir að halda henni til haga. Brýnt er að lækningaminjasafnið úti á Nesi fái gegnt hlutverki sínu en verði ekki duttlungum stjórnmálamanna að bráð. Margir íslenskir læknar telja reyndar að saga læknisfræðinnar hafi byrjað daginn sem þeir innrituðust í læknadeild og henni ljúki þegar þeir hætti störfum. Það er leiður misskilningur. Sagan kennir okkur að umgangast samtíð okkar af virðingu og hógværð. Læknar framtíðar munu eflaust hlæja að vísindum nútímans eins og margir gera gys að blóðtökum og bænahaldi Bjarna Pálssonar. Sá sem ekki þekkir sögu sína endurtekur í sífellu mistök fortíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun