Peugeot kynnir nýjan Dakar keppnisbíl Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 15:50 Reffilegur Dakar-bíll hjá Peugeot. Peugeot ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar til að verja sigur sinn í Dakar þolakstursrallinu í ár. Það verður gert með nýjum bíl sem byggður er á nýjum Peugeot 3008 bíl sem kynntur verður á bílasýningunni í París í þessum mánuði, ásamt þessum keppnisbíl. Sigurbíllinn frá Peugeot í ár var hinsvegar byggður á 2008 bílnum og honum var ekið af Stephane Peterhansel. Nýja bílnum verður hinsvegar fyrst ekið af Carlos Sainz í rallaksturskeppni í Marokkó seinna í þessum mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á keppnisbíl Peugeot og þeir agnúar sniðnir af gamla bílnum sem fyrir fannst í síðustu Dakar keppni. Bíllinn veður áfram með V6 dísilvél með tveimur forþjöppum, en þó af minni gerð, í takt við nýjar reglur í Dakar keppninni. Það verður ekki annað sagt en að þessi nýi keppnisbíll Peugeot sé kraftalegur og flottur og vænlegur til árangurs í Dakar keppninni næsta janúar. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Peugeot ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar til að verja sigur sinn í Dakar þolakstursrallinu í ár. Það verður gert með nýjum bíl sem byggður er á nýjum Peugeot 3008 bíl sem kynntur verður á bílasýningunni í París í þessum mánuði, ásamt þessum keppnisbíl. Sigurbíllinn frá Peugeot í ár var hinsvegar byggður á 2008 bílnum og honum var ekið af Stephane Peterhansel. Nýja bílnum verður hinsvegar fyrst ekið af Carlos Sainz í rallaksturskeppni í Marokkó seinna í þessum mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á keppnisbíl Peugeot og þeir agnúar sniðnir af gamla bílnum sem fyrir fannst í síðustu Dakar keppni. Bíllinn veður áfram með V6 dísilvél með tveimur forþjöppum, en þó af minni gerð, í takt við nýjar reglur í Dakar keppninni. Það verður ekki annað sagt en að þessi nýi keppnisbíll Peugeot sé kraftalegur og flottur og vænlegur til árangurs í Dakar keppninni næsta janúar.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent