Leikjavísir

CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslenska leikjafyrirtækið CCP gerir nú leikinn Gunjack 2: End of shift og er hann sérstaklega þróaður fyrir Daydream sýndarveruleikakerfi Google. Kerfið var kynnt nú í dag auk fjölda nýunga.

Hilmar Vegar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir starfsmenn fyrirtækisins spennta fyrir útgáfu Daydream og hvað kerfið þýðir fyrir sýndarveruleika.

„Samstarf okkar við Google og þróun Gunjack 2 fyrir sýndarveruleikakerfi þeirra hefur verið frábær upplifun. Við hófum nýjan kafla CCP í fyrra með útgáfu fyrsta sýndarveruleikaleiks okkar og komandi útgáfa framhaldsleiksins fyrir Daydream kerfið er til marks um skuldbindingu okkar varðandi sýndarveruleika fyrir tölvuleiki og skemmtun,“ segir Hilmar í tilkynningu frá CCP.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×