VW Golf R langbakur á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:00 Volkswagen Golf R Variant hefur verið í prufunum í Ölpunum að undanförnu. Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent