Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 6. október 2016 13:00 Rjúpnaveiðar hefjast eftir 3 vikur Nú eru einungis þrjár vikur í að rjúpnaveiðar hefjist og það er kominn mikill fiðringur í skyttur landsins. Þrátt fyrir að þessa dagana séu skyttur í skurðum að skjóta gæsir er alltaf mikil tilhlökkun fyrir því að fara á rjúpu og þá sérstaklega hjá þeim sem borða rjúpur á jólunum. Talningar á þessu ári benda til að stofninn sé ennþá í lægð og eru veiðimenn því hvattir til að gæta hófs við veiðar og veiða ekki meira en þeir þurfa. Sala á rjúpum hefur verið bönnuð í mörg ár en því miður er ennþá mjög algengt að sumar rjúpnaskyttur séu að skjóta magn langt umfram það sem þeir þurfa og því eru umfram rjúpurnar seldar. Lítið er hægt að gera í þessu annað en að biðla til manna um að ganga varlega um stofninn. Það liggur fyrir hvaða daga má veiða í haust og flestir eru farnir að gera ráðstafanir þess efnis að taka frí einhverja föstudagana til að ná þriggja daga helgi á veiðum. Dagarnir sem veiðar á rjúpu eru leyfðir eru hér fyrir neðan en frekari upplýsingar um veiðitima á fuglum og spendýrum við Ísland má finna á www.ust.isFjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember: Föstudaginn 28. október til sunnudags 30. október. 3 dagar. Föstudaginn 4. nóvember til sunnudags 6. nóvember. 3 dagar. Föstudaginn 11. nóvember til sunnudags 13. nóvember. 3 dagar. Föstudaginn 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember. 3 dagar Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði
Nú eru einungis þrjár vikur í að rjúpnaveiðar hefjist og það er kominn mikill fiðringur í skyttur landsins. Þrátt fyrir að þessa dagana séu skyttur í skurðum að skjóta gæsir er alltaf mikil tilhlökkun fyrir því að fara á rjúpu og þá sérstaklega hjá þeim sem borða rjúpur á jólunum. Talningar á þessu ári benda til að stofninn sé ennþá í lægð og eru veiðimenn því hvattir til að gæta hófs við veiðar og veiða ekki meira en þeir þurfa. Sala á rjúpum hefur verið bönnuð í mörg ár en því miður er ennþá mjög algengt að sumar rjúpnaskyttur séu að skjóta magn langt umfram það sem þeir þurfa og því eru umfram rjúpurnar seldar. Lítið er hægt að gera í þessu annað en að biðla til manna um að ganga varlega um stofninn. Það liggur fyrir hvaða daga má veiða í haust og flestir eru farnir að gera ráðstafanir þess efnis að taka frí einhverja föstudagana til að ná þriggja daga helgi á veiðum. Dagarnir sem veiðar á rjúpu eru leyfðir eru hér fyrir neðan en frekari upplýsingar um veiðitima á fuglum og spendýrum við Ísland má finna á www.ust.isFjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember: Föstudaginn 28. október til sunnudags 30. október. 3 dagar. Föstudaginn 4. nóvember til sunnudags 6. nóvember. 3 dagar. Föstudaginn 11. nóvember til sunnudags 13. nóvember. 3 dagar. Föstudaginn 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember. 3 dagar
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði