Volkswagen jeppinn fær nafnið Atlas Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 09:58 Volkswagen Atlas í prufuakstri. Það eru liðin fjögur ár síðan Volkswagen kynnti fyrst þriggja sætaraða tilraunajeppa sinn sem kallaður var Crossblue. Það verður hinsvegar ekki nafn jeppans því í gær tilkynnti Volkswagen af hann fær nafnið Atlas. Volkswagen hafði reyndar sótt um einkaleyfi á nafninu Atlas í Bandaríkjunum í apríl síðastliðnum og því kemur það ef til vill ekkert á óvart. Í útskýringum forsvarsmanna Volkswagen á nafninu kemur fram að meiningin hafi verið að kalla jeppann þjálu nafni sem auðveldara væri að bera fram en Tiguan eða Touareg og er óhætt að taka undir það. Þar sem þetta var kynnt í Bandaríkjunum er ekki ljóst hvort að jeppinn fá annað nafn á öðrum mörkuðum. Volkswagen verður meðal annars smíðaður í Chattanooga verksmiðjunni í Tennessee fyrir N-Ameríku, en Volkswagen ætlar að rífa upp sölu Volkswagen bíla vestanhafs með þessum bíl. Þar hefur Volkswagen átt undir högg að sækja allt frá dísilvélasvindlinu og salan hrunið. Volkswagen Atlas mun fást með 238 og 280 hestafla vélum í Bandaríkjunum, en þar í landi kjósa menn mikið afl og allt eins má búast við að hann verði boði með aflminni vélum á öðrum mörkuðum og vafalaust dísilvélum líka. Framleiðsla á Atlas hefst í enda þessa árs en salan hefst ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Það eru liðin fjögur ár síðan Volkswagen kynnti fyrst þriggja sætaraða tilraunajeppa sinn sem kallaður var Crossblue. Það verður hinsvegar ekki nafn jeppans því í gær tilkynnti Volkswagen af hann fær nafnið Atlas. Volkswagen hafði reyndar sótt um einkaleyfi á nafninu Atlas í Bandaríkjunum í apríl síðastliðnum og því kemur það ef til vill ekkert á óvart. Í útskýringum forsvarsmanna Volkswagen á nafninu kemur fram að meiningin hafi verið að kalla jeppann þjálu nafni sem auðveldara væri að bera fram en Tiguan eða Touareg og er óhætt að taka undir það. Þar sem þetta var kynnt í Bandaríkjunum er ekki ljóst hvort að jeppinn fá annað nafn á öðrum mörkuðum. Volkswagen verður meðal annars smíðaður í Chattanooga verksmiðjunni í Tennessee fyrir N-Ameríku, en Volkswagen ætlar að rífa upp sölu Volkswagen bíla vestanhafs með þessum bíl. Þar hefur Volkswagen átt undir högg að sækja allt frá dísilvélasvindlinu og salan hrunið. Volkswagen Atlas mun fást með 238 og 280 hestafla vélum í Bandaríkjunum, en þar í landi kjósa menn mikið afl og allt eins má búast við að hann verði boði með aflminni vélum á öðrum mörkuðum og vafalaust dísilvélum líka. Framleiðsla á Atlas hefst í enda þessa árs en salan hefst ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent