Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2016 11:58 Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumaður Það eru margar matreiðslubækurnar sem veiðimenn glugga í þegar á að elda aflann en fáar bækur hafa þó verið jafn vinsælar og Stóra Bókin um villibráð. Bókin hefur verið svo til ófáanleg í nokkur ár enda mjög vinsæl meðal veiðimanna þar sem í henni má finna fjöldann allann af uppskriftum eftir Úlfar Finnbjörnsson sem er einn þekktasti matreiðslumaður landsins. Nú er bókin komin út eftir og eftit smá breytingar eða viðbætur en í hana hefur verið bætt nýjum kafla um ferskvatnsfiska sem inniheldur uppskriftir með laxi, bleikju, urriða og ál. Einnig sýnir Úlfar hvernig á að gera að þessum fiskum. Úgáfu bókarinnar verður fagnað í dag í Veiðihorninu Síðumúla 8 frá 17-19 þar sem bókin verður kynnt. Úlfar Finnbjörnsson verður á staðnum til að elda nokkra rétti úr bókinni og væntanlega árita einhver eintök líka. Þar sem stangveiðitímabilinu fer senn að ljúka og skotveiðitímabilið stendur sem hæst leynast klárlega einhverjar skemmtilegar uppskriftir sem unnendur villibráðar eiga eftir að prófa. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði
Það eru margar matreiðslubækurnar sem veiðimenn glugga í þegar á að elda aflann en fáar bækur hafa þó verið jafn vinsælar og Stóra Bókin um villibráð. Bókin hefur verið svo til ófáanleg í nokkur ár enda mjög vinsæl meðal veiðimanna þar sem í henni má finna fjöldann allann af uppskriftum eftir Úlfar Finnbjörnsson sem er einn þekktasti matreiðslumaður landsins. Nú er bókin komin út eftir og eftit smá breytingar eða viðbætur en í hana hefur verið bætt nýjum kafla um ferskvatnsfiska sem inniheldur uppskriftir með laxi, bleikju, urriða og ál. Einnig sýnir Úlfar hvernig á að gera að þessum fiskum. Úgáfu bókarinnar verður fagnað í dag í Veiðihorninu Síðumúla 8 frá 17-19 þar sem bókin verður kynnt. Úlfar Finnbjörnsson verður á staðnum til að elda nokkra rétti úr bókinni og væntanlega árita einhver eintök líka. Þar sem stangveiðitímabilinu fer senn að ljúka og skotveiðitímabilið stendur sem hæst leynast klárlega einhverjar skemmtilegar uppskriftir sem unnendur villibráðar eiga eftir að prófa.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði