Volkswagen með hreinustu dísilvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2016 08:47 Þú Volkswagen sæti gríðarháum sektum vegna díslvéla sinna menga þær minnst allra kannaðra dísilvéla. Volkswagen kom vel út úr nýafstaðinni könnun á mengun dísilvéla hjá bílaframleiðendum sem selja bíla sína í Evrópu. Könnunin var framkvæmd af Evrópsku Samgöngu- og Umhverfisnefndinni og skoðaði hún sérstaklega innihald nituroxíðs (NOx) í vélum sem uppfylla Euro 6 mengunarstaðla. Volkswagen selur að því er virðist hreinustu dísilvélar í Evrópu ef marka má niðurstöður könnunarinnar en alls voru 230 dísilbílar með í könnuninni. Allir framleiðendur voru reyndar yfir gefnum mörkum sem að Euro 6 staðallinn er gefinn upp fyrir, en Volkswagen innihélt “aðeins” tvöfalt magn nituroxíðs. Vélar frá Fiat og Suzuki innihéldu hins vegar fimmtánfalt magn nituroxíðs og voru efst á mengunarlistanum. Vélar frá Renault-Nissan komu næstverst út en Opel var í þriðja sæti. Undimerki Volkswagen, Seat, Skoda og Audi menguðu minnst á eftir Volkswagen merkinu sjálfu en einnig komu vélar frá BMW og Mazda vel út. Farið er að tala um dísilvélina sem “óhreina” í þessu sambandi og nefndin áætlar að 29 milljónir dísilbíla séu í umferð í Evrópu. Flestir eru í Frakklandi eða 5,5 milljónir en Þýskaland fylgir skammt á eftir með 5,3 milljónir dísilbíla. Stóra-Bretland er með 4,3 milljónir dísilbíla á götunum og Ítalía 3,1 milljón. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Volkswagen kom vel út úr nýafstaðinni könnun á mengun dísilvéla hjá bílaframleiðendum sem selja bíla sína í Evrópu. Könnunin var framkvæmd af Evrópsku Samgöngu- og Umhverfisnefndinni og skoðaði hún sérstaklega innihald nituroxíðs (NOx) í vélum sem uppfylla Euro 6 mengunarstaðla. Volkswagen selur að því er virðist hreinustu dísilvélar í Evrópu ef marka má niðurstöður könnunarinnar en alls voru 230 dísilbílar með í könnuninni. Allir framleiðendur voru reyndar yfir gefnum mörkum sem að Euro 6 staðallinn er gefinn upp fyrir, en Volkswagen innihélt “aðeins” tvöfalt magn nituroxíðs. Vélar frá Fiat og Suzuki innihéldu hins vegar fimmtánfalt magn nituroxíðs og voru efst á mengunarlistanum. Vélar frá Renault-Nissan komu næstverst út en Opel var í þriðja sæti. Undimerki Volkswagen, Seat, Skoda og Audi menguðu minnst á eftir Volkswagen merkinu sjálfu en einnig komu vélar frá BMW og Mazda vel út. Farið er að tala um dísilvélina sem “óhreina” í þessu sambandi og nefndin áætlar að 29 milljónir dísilbíla séu í umferð í Evrópu. Flestir eru í Frakklandi eða 5,5 milljónir en Þýskaland fylgir skammt á eftir með 5,3 milljónir dísilbíla. Stóra-Bretland er með 4,3 milljónir dísilbíla á götunum og Ítalía 3,1 milljón.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent