700 hestafla Porsche Panamera E-Hybrid í París Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2016 14:49 Porsche Panmera E-Hybrid. Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent
Porsche mun frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera á bílasýningunni í París. Ein eftirtektarverðasta gerðin af þessum magnaða bíl sem afhjúpuð verður þar, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 50 km drægi og sameinaða krafta upp á 700 hestöfl. Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016. Í fréttatilkynningu segir að þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma hafi framleiðandinn skilgreint hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.“Menn höfðu ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi. „Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju og ég leyfi mér að fullyrða að það hefur gengið eftir.“ segir Thomas.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent