Renault Zoe með 320 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 12:40 Renault Zoe. Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent
Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent