Formula E til New York Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 09:40 Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent
Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent