Caterham 7 Sprint seldist upp á viku Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 13:28 Caterham 7 Sprint. Breski bílasmiðurinn Caterham setti í sölu ein 60 eintök af þessum Caterham 7 Sprint bíl, en hann er sannarlega afturhvarf til fortíðar og lítur út eins og sportbíll frá sjötta áratug síðustu aldar. Bíllinn seldist upp á einni viku og settu kaupendur ekki fyrir sig að bíllinn kostar 4,2 milljónir í Bretlandi þrátt fyrir að vera afar smár og með aðeins 80 hestafla vél frá Suzuki. Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin. Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.Gullfalleg leðursæti eru í bílnum. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent
Breski bílasmiðurinn Caterham setti í sölu ein 60 eintök af þessum Caterham 7 Sprint bíl, en hann er sannarlega afturhvarf til fortíðar og lítur út eins og sportbíll frá sjötta áratug síðustu aldar. Bíllinn seldist upp á einni viku og settu kaupendur ekki fyrir sig að bíllinn kostar 4,2 milljónir í Bretlandi þrátt fyrir að vera afar smár og með aðeins 80 hestafla vél frá Suzuki. Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin. Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.Gullfalleg leðursæti eru í bílnum.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent