Íslandsmeistarar Hauka fara illa af stað í Olís-deild karla í handbolta.
Haukar töpuðu með fjórum mörkum, 25-21, fyrir Val í gær. Þetta var þriðja tap meistaranna í fyrstu fjórum umferðunum en þeir sitja í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar.
Haukar hófu tímabilið á sex marka tapi fyrir ÍBV, 34-28, og lágu svo fyrir Aftureldingu, 30-31, í öðrum leik sínum.
Þeir gerðu góða ferð á Selfoss í 3. umferðinni og unnu 31-34 sigur en var snögglega kippt aftur niður á jörðina í gær.
Haukar eru því búnir að tapa jafn mörgum leikjum og þeir gerðu í 27 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Haukar urðu þá deildarmeistarar og fengu 47 stig af 54 mögulegum.
Í viðtali við Vísi eftir leikinn í Valshöllinni í gær kvaðst Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, vera ósáttur við uppskeruna til þessa á tímabilinu.
„Þetta eru vonbrigði. Ég er ekki ánægður með þetta og við þurfum að vinna vel í okkar málum og leggja mikið á okkur,“ sagði Gunnar.
Haukar fá tækifæri til að komast aftur á sigurbraut þegar þeir mæta Fram á heimavelli næsta fimmtudag.
Haukar búnir að tapa jafn mörgum leikjum og allt tímabilið í fyrra
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn