Hallgrímur Pétursson snýr aftur Óttar Guðmundsson skrifar 24. september 2016 07:00 Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun