New York löggan fær 250 Smart ForTwo Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 09:13 Litlir og sætir löggubílar í New York. Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent
Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent