Fjársvikarar svíkja út fé á fimmtán sekúndna fresti í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Financial Fraud Action, stofnun sem bankar landsins fjármagna.
CNN greinir frá því að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið yfir milljón tilfelli kreditkortafalsana og fjársvika á netinu og í síma í Bretlandi. Þetta er rúmlega 53 prósenta aukning milli ára.
Bankar eru orðnir betur í stakk búnir til að takast á við þessa glæpamenn á sínum heimavelli, en glæpamenn halda þó ótrauðir áfram að reyna að plata fólk, til að mynda í síma.
Samkvæmt könnun stofnunarinnar sögðust 26 prósent viðskiptavina gefa upp viðkvæmar upplýsingar um bankamál sín í gegn um síma ef einhver sem segist vera bankastarfsmaður hringir, þrátt fyrir að vita að það geti haft skaðleg áhrif. Tæplega helmingur þeirra sem sögðust hafa gert það á síðasta ári töldu að raunverulegur bankastarfsmaður hefði verið að tala við þá í símann.
Áætlað er að fjársvik af þessu tagi hafi numið 755 milljónum punda, jafnvirði 112 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári.
Fjársvik framin hverjar fimmtán sekúndur
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Af og frá að slakað sé á aðhaldi
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili
Viðskipti innlent